Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Endurhemt votlendis.
Endurhemt votlendis.
Mynd / ÁÞ
Á faglegum nótum 9. febrúar 2021

Auglýst eftir umsóknum landeigenda sem hafa áhuga á endurheimt votlendis

Höfundur: Landgræðslan

Landgræðslan auglýsir nú eftir umsóknum frá landeigendum sem hafa áhuga á endurheimt votlendis á sínu landi. Styrk­veiting er greiðsla á öllum fram­kvæmdar­kostnaði við endur­heimt votlendissvæða.

Þess má geta að í fyrra bárust bárust þrjár umsóknir frá landeigendum á sunnanverðu Snæfellsnesi og svo heppilega vildi til að tvær jarðanna liggja saman. Samtals eru þessar tvær jarðir um 100 hektarar sem er stærsta samfellda votlendissvæðið sem Landgræðslan hefur endurheimt á einum stað.

Á svona stóru svæði eru aðstæður fjölbreyttar og úrlausnarefnin mörg. Það fer því ekki hjá því að reynslan á Snæfellsnesi mun nýtast vel við endurheimt votlendis í framtíðinni. Verktakar unnu á svæðinu frá október til loka nóvember og unnu afar gott verk undir leiðsögn Landgræðslunnar. Endurheimt votlendis á öðrum stöðum tókst vel.

Þegar búið er að fara yfir um­sóknir sem berast að þessu sinni, og velja þær sem koma til álita, munu starfsmenn Landgræðslunnar heimsækja eigendur jarðanna og leggja mat á hvort svæðin uppfylli skilyrði sem sett eru. Í framhaldinu verða svæðin kortlögð og ýmsar athuganir gerðar. Í þeirri vinnu má helst nefna athugun á vatnsbúskap svæðanna, kortlagningu skurða og svæða á milli þeirra og innsetningu vatnshæðarröra til að mæla breytingar á grunnvatnsstöðu ásamt drónamyndatökum. Ýmist eru verktakar fengnir úr heimabyggð til að vinna verkin eða landeigendur gera sjálfir það sem gera þarf.

Venja er að leyfa landinu að jafna sig í nokkra mánuði eftir framkvæmdir að hausti. Svæðin eru síðan tekin út næsta vor til að athuga hvort sé þörf á lagfæringum á skurðafyllingum eða stíflum. Þá eru myndir teknar og væntanlegar framkvæmdir kortlagðar.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Landgræðslunnar, www.land.is

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...