Auglýst eftir umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2026.
Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Sjóðnum er heimilt að fjármagna framkvæmdir er snúa að (1) öryggi ferðamanna, (2) náttúruvernd, viðhaldi og uppbyggingu ferðamannastaða og ferðamannaleiða og (3) fjármögnun undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna áðurgreindra framkvæmda.
Samkvæmt ákvörðun atvinnuvegaráðherra mun sérstök áhersla verða lögð á öryggismál á ferðamannastöðum við úrvinnslu umsókna. Gæðamat sjóðsins mun taka mið af þessari áherslu og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér nýtt gæðamatsblað sjóðsins.
Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum island.is. Umsóknartímabil er frá 7. október til 4. nóvember kl. 13.00.
