Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Í Þverárrétt 2022. Þveráraafréttur er sá eini í sveitarfélaginu Borgarbyggð sem er afgirtur.
Í Þverárrétt 2022. Þveráraafréttur er sá eini í sveitarfélaginu Borgarbyggð sem er afgirtur.
Mynd / ÁL
Fréttir 6. júlí 2023

Auglýst eftir smala

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Borgarbyggð birti á dögunum auglýsingu þar sem óskað er eftir aðilum til að sinna smölun ágangsfjár á fjallskilaumdæmi Þverárréttar.

Viðkomandi aðili þarf að geta brugðist við beðni sveitarfélagsins um að smala og keyra fé á afrétt, hafi eigendur ekki fjarlægt lausagöngufé sitt af þeim svæðum sem því er ekki heimilt að vera.

Sigrún Ólafsdóttir, formaður umhverfis- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar, segir sveitarfélagið ekki vera að grípa til allsherjar banns við lausagöngu búfjár, heldur afmarkist þetta við fjallskilaumdæmi Þverárréttar. Frumkvæðið kemur frá fjallskilanefndinni sjálfri og verða bændur skyldaðir til að reka fé sitt á afrétt eða halda afgirtu á heimalöndum. Sigrún tekur fram að Þverárafréttur sé sá eini í sveitarfélaginu sem er afgirtur og því sé þetta eini staðurinn þar sem hægt er að leggja þessa kröfu á bændur.

Búfjáreigendur fá reikning

Samkvæmt Sigrúnu á þetta að vera lokaúrræði ef búfjáreigendur bregðast ekki við í tíma og sé fyrirkomulagið til reynslu til eins árs. Sveitarfélagið ætlar að horfa til þess hvað tekið er fyrir smölun á landsvísu og fá smalarnir greitt með hliðsjón af því. Viðkomandi búfjáreigendur munu þá fá reikning frá sveitarfélaginu. Á fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar 20. júní kom fram að virkjuð hefði verið 6. grein fjallskilasamþykktar númer 683/2015 í fjallskilaumdæmi Þverárréttarupprekstrar.

Í áðurnefndri grein segir meðal annars: „Sveitarstjórnir fjallskilaumdæmisins geta skyldað ábúendur jarða sem afréttarnot hafa til að flytja fé sitt á afrétt telji hún þess þörf.“ Sveitarstjórnin segir til um hvenær opnað er fyrir rekstur fjár upp á afréttinn, en fram að því skuli bændur hafa féð heima. Ekki var talin ástæða til að breyta neinum reglum þar sem þessi grein var til staðar.

Sigrún segir að þegar greinin var virkjuð var ljóst að sveitarfélagið þyrfti að geta brugðist við kvörtunum um búfé, sem annaðhvort væri ekki á afrétti eða afgirt á heimalöndum.

Sveitarfélagið leiti því að vönum smölum, sem eiga þjálfaða hunda og búnað til að flytja fé, til að sinna útköllum.

Flóahreppur hefur jafnframt auglýst eftir aðila til að sinna smölun og vörslu ágangsfjár innan marka sveitarfélagsins. Þar er tekið fram að ef ágangsfé fer inn á afgirt svæði, skuli landeigendur snúa sér til sveitarstjórnar. Fjárhirðir Flóahrepps skal vera til taks ef eigendur búfjár bregðast ekki við umkvörtunum.

Skylt efni: lausaganga sauðfjár

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f