Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Auglýst að nýju eftir rektor LbhÍ
Fréttir 20. júlí 2017

Auglýst að nýju eftir rektor LbhÍ

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Háskólaráð Landbúnaðarháskóla Íslands hefur ákveðið að auglýsa rektorsstöðu við skólann að nýju þar sem ekki hefur enn tekist að ráða eftirmann Björns Þorsteinssonar.
 
Skólinn auglýsti stöðu rektors lausa í vor og sóttu sex einstaklingar um. Háskólaráð fól þriggja manna valnefnd að fara yfir umsóknir og meta hæfi þeirra til starfans. Nefndin skilaði af sér niðurstöðum í júní. Háskólaráð valdi aðeins einn umsækjanda til frekara viðtals, Hermund Sigmundsson, prófessor hjá NTU. 
 
Samkvæmt tilkynningu frá Háskólaráði kom hins vegar í ljós í nánari viðræðum við Hermund að hann gat ekki komið til starfa innan viðunandi tímamarka að mati ráðsins. Ráðningartími var áætlaður frá 1. ágúst.
 
Háskólaráð hefur í framhaldi af því ákveðið að auglýsa starfið að nýju samkvæmt tilkynningu. Jafnframt mun það vera að leita leiða í samráði við menntamálaráðherra að manna stöðu rektors tímabundið með settum rektor. 
 
Núverandi rektor, Björn Þorsteinsson, óskaði eftir lausn frá starfinu af persónulegum ástæðum. Hann hefur gegnt rektorsstöðu frá 1. ágúst 2014. Björn er einnig formaður háskólaráðs.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...