Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Auðnutittlingur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 6. nóvember 2024

Auðnutittlingur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Auðnutittlingur er lítill og fíngerður fugl af finkuætt. Hann er langalgengasta finkan sem verpur hér á landi. Auðnutittlingar eru fræætur og hefur fjölgað hér með aukinni skógrækt. Þeir eru afar félagslyndir, geta verið algengir gestir þar sem fuglum er gefið og geta hóparnir orðið nokkuð stórir. Þeir hænast auðveldlega að fólki þar sem þeim er gefið og geta jafnvel byggt upp svo mikið traust að þeir borði úr lófanum á fólki. Það hefur verið vinsælt að gefa þeim sólblómafræ en þeirra helsta fæða sem þeir sækja í eru birkifræ og má segja að þeir byggi tilveru sína hér á birkifræi. Það geta því verið nokkuð öfgakenndar sveiflur í stofninum eftir því hvernig árferði hefur verið fyrir þroska birkifræja. Auðnutittlingurinn er staðfugl og finnst svo að segja um allt land þar sem er skógrækt.

Skylt efni: fuglinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...