Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Auðhumla grípur í taumana vegna of mikillar mjólkurframleiðslu
Mynd / ÁÞ
Fréttir 1. apríl 2016

Auðhumla grípur í taumana vegna of mikillar mjólkurframleiðslu

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Samvinnufélagið Auðhumla, sem er í eigu kúabænda og fer með rúmlega 90% hlut í MS, gaf út tilkynningu í dag til kúabænda þar sem sagt er frá ákvörðun stjórnar um að leggja sérstakt gjald á umframmjólk, 20 krónur án vsk. pr. lítra frá 1. júlí næstkomandi. Einhverjir lesendur kunna að halda að hér sé um 1. aprílgabb að ræða en svo er ekki. Aðgerðin er liður í því að stöðva taprekstur sem verið hefur viðvarandi síðustu mánuði vegna of mikillar mjólkurframleiðslu.

Tilkynningin hljómar svo í heild sinni:

"Stjórn Auðhumlu svf. samþykkti á fundi 1. apríl 2016 að leggja sérstakt gjald að fjárhæð 20 kr., án vsk., pr. ltr. frá og með 1. júlí nk. á alla mjólk umfram greiðslumark. Ástæður gjaldtökunnar má helst rekja til ófyrirsjáanlegrar og verulegrar aukningar framleiðslu. Mjólkurframleiðsla á fyrstu mánuðum ársins 2016 bendir til þess að framleiðslan sé enn að aukast, sem hækkar kostnað við tilfærslu hráefnis til að mæta takmörkunum á úrvinnslugetu.

Skuldbinding félagsins til að taka við allri mjólk frá framleiðendum hefur leitt til þess að tekið er við mjólk sem ekki er eftirspurn eftir á markaði. Af þessu leiðir aukinn kostnaður, m.a. birgða- og vinnslukostnaður, í starfsemi félagsins. Þá verður ekki hjá því litið að verðfall hefur orðið á alþjóðlegum mörkuðum fyrir mjólkurvörur.

Í samræmi við nýgerðan búvörusamning er fyrirséð að frá og með 1. janúar 2017 verði verðlagning á mjólk umfram greiðslumark með öðrum hætti en verið hefur á liðnu ári. Stjórn Auðhumlu svf. telur á þessu stigi rétt að gera framleiðendum viðvart um að verð á mjólk umfram greiðslumark mun eftir fyrrgreint tímamark ráðast af því verði sem fæst fyrir ráðstöfun þeirrar framleiðslu og mun því að óbreyttu taka umtalsverðum breytingum til lækkunar frá og með þeim tímapunkti."

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...