Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Hulda Brynjólfsdóttir sagði frá reynslu þeirra Tyrfings Sveinssonar í Lækjartúni sem hófu að nálgast auðgandi landbúnað í gegnum nautgriparækt sína.
Hulda Brynjólfsdóttir sagði frá reynslu þeirra Tyrfings Sveinssonar í Lækjartúni sem hófu að nálgast auðgandi landbúnað í gegnum nautgriparækt sína.
Mynd / smh
Fréttir 11. apríl 2025

Auðgandi landbúnaður til umræðu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Málþing um „auðgandi landbúnað“ var haldið á Hilton Reykjavík Nordica 2. apríl, þar sem íslenskir og bandarískir fræðimenn og bændur deildu reynslu sinni af þessari nálgun í landbúnað. Þar er markmiðið að rækta jarðveginn og gera hann sjálfbæran fyrir búfjárrækt eða annan landbúnað.

Segja má að á Íslandi sé þessi nálgun rétt að skjóta rótum meðal bænda. Þeir eru fáir íslenskir bændurnir sem beinlínis gefa sig út fyrir að stunda auðgandi landbúnað, en hugmyndafræðin er þó náskyld lífrænum landbúnaði.

Bændur á þremur bæjum sem aðhyllast hugmyndafræðina og vilja breiða hana út, stóðu að skipulagningu málþingsins.

Hugtakið þekkist á ensku sem „Regenerative Agriculture“ en íslenska aðlögunin, „auðgandi landbúnaður“, mun vera ættuð frá Kristínu Völu Ragnarsdóttur, prófessor emerita í sjálfbærnivísindum við Háskóla Íslands, sem var í hópi framsögufólks á málþinginu. Þar útskýrði hún einmitt í sínu erindi um hvað málið snýst.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...