Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Átt þú góð föt fyrir smalamennsku og útiveru?
Á faglegum nótum 31. ágúst 2015

Átt þú góð föt fyrir smalamennsku og útiveru?

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Nú líður að þeim tíma árs að margir fara á fjöll í smalamennsku og því ekki úr vegi að fara aðeins yfir klæðnað sem hentar.
 
Svo vitnað sé til orðalags í bókina Ferðamennska og rötun sem gefin var út af Slysavarnafélaginu Landsbjörg þar sem farið var yfir hentug föt til útivistar segir þar nokkurn veginn orðrétt:
„Engin bómull ætti að fara með til fjalla, gallabuxur, bolir, nærföt og sokkar úr bómullarefni eiga ekkert erindi á fjöll, bómullarföt halda verst hita ef þau blotna, bómull dregur í sig raka og einangrar þá ekkert.“ 
Til er mikið af góðum fatnaði og sokkum sem einangra vel jafnvel þó blaut séu.
 
Íslensku ullarfötin standa alltaf fyrir sínu
 
Góð ullarnærföt standa alltaf fyrir sínu og ekki mikil svitalykt af ullarfötum. Regnfötin eru ómissandi, en endilega notið sem mest áberandi regnföt því þegar regnfatnaðar er þörf er almennt ekki gott skyggni og því betra að vera í appelsínugulu regnfötunum frá 66 sem við þekkjum svo vel. Sokkar og skófatnaður er jafn breytilegur og úrvalið mikið.
 
Ef maður er blautur og kaldur á fótunum er manni alls staðar kalt og því mikil nauðsyn að vera vel útbúinn til fóta. Flóran í góðum sokkum er mikil, en mér hefur reynst vel sokkar úr efni sem heitir neopren (sama efni og er í blautbúningum kafara), þó maður blotni verður manni ekki kalt, ullarsokkar úr hreinni íslenskri ull eru alltaf gulls í gildi. Margir eru farnir að nota sokka sem nefnast selskinnssokkar og eru vatnsheldir og mjög hlýir.
 
Aldrei fara á fjöll nema með aukasokka og aukavettlinga
 
Misjafnt er hvernig menn búa sig til ferða, en ég fer oft hálendisdagsferðir á minni mótormeri og alltaf eru a.m.k. tvenn aukasokkapör, aukavettlingar og það nýjasta í bakpokanum eru síðu upphituðu nærbuxurnar og fullhlaðin rafhlaða sem ég skrifaði um í sumar. Aldrei fer ég án litla sjúkrapakkans í ferð, hann fylgir mér í allar mótorhjólaferðir.
 
Að lokum, ég hef kynnst því að splundrast á hausinn, en þó var ég var á minni ferð en margur smalahesturinn nær. Alltof oft sér maður hestamenn hjálmlausa í smölun og einnig hef ég séð smala á fjórhjóli án hjálms. Förum jákvæð inn í smalamennskuna þetta árið og notum þann öryggisbúnað sem völ er á, það er svo leiðinlegt að heyra fréttir af slysum við smalamennsku.

Skylt efni: smalamennska

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...