Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Steinþór Skúlason, varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
Steinþór Skúlason, varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
Fréttir 8. maí 2018

Athugasemdir við rangan málflutning Félags atvinnurekenda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Steinþór Skúlason, varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa, segir ekki annað hægt en að gera athugasemdir við rangan málflutning Félags atvinnurekenda á síðum Viðskiptablaðsins vegna áætlana stjórnvalda að nota stuðla við útreikning á innflutningskvóta kjöts.

„Samningur við Evrópusambandið um tollamál er gagnkvæmur samningur þar sem Ísland eykur innflutningsheimildir meðal annars á kjötvörum gegn því að fá auknar heimildir til útflutnings til markaða EB.

Þetta er tvíhliða samningur þar sem sömu reglur hljóta að gilda í báðar áttir.

EB hefur alla tíð notað stuðla við mat á útflutningi frá Íslandi á kjöti. Í þessu felst að beinlaust kjöt er reiknað upp með stuðlum til að finna ígildi kjöts með beini.

Kvóti Íslands til EB fyrir kindakjöt var 1.850 tonn á síðasta ári. Þessi kvóti fylltist í byrjun nóvember og varð að stöðva allan útflutning kindakjöts vegna þessa til áramóta. Kvótinn fylltist ekki vegna þess að búið væri að flytja út 1850 tn. Mun minna hafði verið flutt út en vegna þess að beinlaust kjöt var uppreiknað með stuðlum var heildin komin í 1.850 tonn

Það er rangt hjá FA að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið ætli einhliða að skerða innflutning með stuðlum. Um er að ræða gagnkvæma eins framkvæmd af hálfu EB og Íslands þar sem sömu stuðlar eiga að gilda í báðar áttir.

Það er enginn að hafa neitt af neinum heldur er um að ræða samræmda framkvæmd á gagnkvæmum samningi,“ segir Steinþór.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...