Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR undirrita samninginn. Mynd Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR undirrita samninginn. Mynd Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Fréttir 14. janúar 2019

Átaksverkefni í jarðfræðikortlagningu Íslands og skráningu jarðminja

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Íslenskar orkurannsóknir og Náttúrufræðistofnun Íslands hafa gert samning um átaksverkefni í jarðfræðikortlagningu Íslands og skráningu jarðminja.

Í frétt á vef Umhverfis- og auðlindaráðuneytið segir að samræmd jarðfræðikort í nákvæmum mælikvarða, kortlagning jarðminja og skráning þeirra er mikilvæg forsenda vandaðrar áætlanagerðar og ákvarðanatöku í umhverfis-, náttúruverndar- og skipulagsmálum um land allt.

Mikil vöntun hefur verið á jarðfræðikortum í stórum mælikvarða af Íslandi og kveður samningurinn á um útgáfu jarðfræðikorta a.m.k. þriggja landsvæða í mælikvarðanum 1:100.000 á samningstímanum. Þá náist áfangar í kortlagningu a.m.k. tveggja svæða til viðbótar auk þess sem mótuð verði framtíðarstefna um kortlagningu landsins alls.

Náttúrufræðistofnun hefur hafið skráningu á jarðminjum í þar til gerðan gagnagrunn. Fyrir liggur hjá stofnuninni að halda þeirri skráningu áfram þannig að nýta megi hann til að meta verndargildi jarðminjanna á faglegum forsendum. Gerir samningurinn ráð fyrir skráningu 250-300 jarðminja á samningstímanum.

Jarðfræðikortin og upplýsingar um jarðminjar, sem verða til vegna samningsins, verða gjaldfrjáls á rafrænu formi og þannig aðgengileg öllum en gert er ráð fyrir að pappírsútgáfa verði aðgengileg gegn gjaldi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...