Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Forsvarsmenn Bændasamtaka Íslands heimsóttu Búnaðarsamband Eyjafjarðar fyrir skömmu. Hér eru þau Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, og Vigdís Häsler framkvæmdastjóri ásamt Birgi H. Arasyni, varaformanni BSE (fyrir miðju).
Forsvarsmenn Bændasamtaka Íslands heimsóttu Búnaðarsamband Eyjafjarðar fyrir skömmu. Hér eru þau Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, og Vigdís Häsler framkvæmdastjóri ásamt Birgi H. Arasyni, varaformanni BSE (fyrir miðju).
Fréttir 28. apríl 2021

Átak verði gert í hnitsetningu landamerkja á starfssvæði BSE

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Búnaðarsamband Eyjafjarðar vill gangast fyrir átaki um hnitsetningu landamerkja á starfssvæði sínu með það að markmiði að landamerki allra bújarða innan vébanda BSE verði hnitsett fyrir árslok 2020. „Afar mikilvægt er að ekki ríki óvissa eða ágreiningur um landamerki bújarða,“ segir í tillögu sem samþykkt var á aðalfundi BSE á dögunum.

Landamerkjalýsingar eru til fyrir flest allar jarðir á Íslandi segir í greinargerð með tillögunni. Merkjalýsingar þessar voru að mestu leyti skráðar á síðustu tveimur áratugum 19. aldar í kjölfarið á settum lögum um landamerki nr. 5 frá árinu 1882. Landamerkjalýsingarnar sem hér er vitnað til ganga í daglegu tali almennt undir heitinu landamerkjabréf.

Má deila um hversu örugg heimildin er

Ný lög um landamerki nr. 41 tóku gildi árið 1919 og eru þau í fullu gildi. Í þeim er m.a. kveðið á um að landeiganda sé skylt að gera glöggva skrá um landamerki sé hún ekki tiltæk. Þrátt fyrir að landamerkjabréf hafi verið gerð fyrir flestar jarðir má deila um hversu glögg og örugg sú heimild er.

Í texta bréfanna er landamerkjum aðeins lýst með tilvísun í örnefni og kennileiti á jörðinni. Þrátt fyrir tilurð landmerkjabréfanna er vitneskja um rétt landamerki víða að tapast með brotthvarfi eldri kynslóða, og einnig er sú hætta fyrir hendi ef jarðir ganga kaupum og sölum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...