Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir,  ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, með Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtaka Íslands, á milli sín á fjarfundi.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, með Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtaka Íslands, á milli sín á fjarfundi.
Mynd / Golli
Fréttir 27. apríl 2020

Átak stjórnvalda og atvinnulífs: Íslenskt - gjörið svo vel

Höfundur: Ritstjórn

Föstudaginn 24. apríl var undirritaður samstarfssamningur milli stjórnvalda og fulltrúa atvinnulífs um að verja störf og auka verðmætasköpun undir heitinu „Íslenskt - gjörið svo vel“.

Það voru Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir,  ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem skrifuðu undir fyrir hönd stjórnvalda, en af hálfu atvinnulífsins koma Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samorka og Bændasamtök Íslands að verkefninu.

Í tilkynningu úr Stjórnarráði Íslands kemur fram að markmið samningsins sé að móta og hrinda í framkvæmd sameiginlegu kynningarátaki sem miðar að því að hvetja landsmenn, almenning og fyrirtæki til viðskipta við innlend fyrirtæki á fjölbreyttum sviðum; við val á framleiðslu, vörum og þjónustu. „Með því verði lögð áhersla á mikilvægi þeirrar keðjuverkunar og þeirri hringrás sem verður til við val á m.a. innlendri framleiðslu- og þjónustustarfsemi sem stuðlar að því að atvinnustarfsemi helst gangandi, störf almennings eru varin, efnahagslegur stöðugleiki eykst og verðmætasköpun er  aukin,“ segir í tilkynningunni.

Fulltrúar atvinnulífsins hittu ráðherrana á fjarfundi til að innsigla samkomulagið. 

100 milljónir frá ríkinu

Stjórnvöld leggja 100 milljónir króna til verkefnisins sem verður nýtt í fjármögnun á hönnun, framleiðslu og birtingu kynningarefnis.

„Grunnur samningsins er það fordæmalausa ástand sem uppi er í heiminum vegna útbreiðslu COVID-19 og þau áhrif sem faraldurinn hefur haft hér á landi. Átakið er liður í efnahagsaðgerðum stjórnvalda gegn COVID-19 en með átakinu verður  unnið gegn efnahagslegum samdrætti vegna heimsfaraldursins með það fyrir augum að lágmarka áhrifiná atvinnulíf, til skemmri og lengri tíma,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Kristjáni Þór af þessu tilefni að nauðsynlegt sé að  lágmarka neikvæð áhrif á íslenskan landbúnað og sjávarútveg og milda höggið af COVID-19, sem sé þó óhjákvæmilegt.

Þórdís Kolbrún segir að með framlagi stjórnvalda sé höndum tekið saman við atvinnulífið og spornað gegn áhrifum COVID-19.
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f