Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Átak í endurvinnslu smárra raftækja
Fréttir 14. febrúar 2020

Átak í endurvinnslu smárra raftækja

Höfundur: Vilmundur Hansen

Úrvinnslusjóður og Umhverfis­stofnun hafa sett af stað tilraunaverkefni um söfnun raftækja í verslunum. Söfnunar­kassar hafa verið settir upp í sjö verslunum á landinu, það er í Krónunni í Lindum og Nettó í Búðakór í Kópavogi, Nettó í Grindavík, Bónus og Nettó á Egilsstöðum og Bónus og Krónunni í Vestmannaeyjum.

Raftækjaúrgangur er sá úrgangur sem er að aukast hvað mest á heimsvísu og á Íslandi er áætlað að um 7.200 tonn af raftækjaúrgangi falli til árlega. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar segir að söfnun til endurvinnslu hafi verið slæm og einungis 37% af raftækjum skilaði sér í endurvinnslu árið 2018.

Verðmætir málmar

Raftæki innihalda oft verðmæta málma og sjaldgæf efni sem mikilvægt er að endurvinna og draga þannig úr ofnýtingu á auðlindum jarðar. Þegar vörurnar eru orðnar að úrgangi geta þær verið hættulegar umhverfinu, heilsu manna og dýra vegna spilliefna sem þær innihalda. 

Markmið tilraunaverkefnisins er að auka söfnun til endurvinnslu á raf- og rafeindatækjum, rafhlöðum, ljósaperum og flúrperum með því að færa hana nær almenningi. Kassinn er hannaður til að taka við litlum raftækjum, allt upp í brauð­ristar og miðlungs­stórar fartölvur.

Meðan á verkefninu stendur mun Úrvinnslusjóður miðla upplýsingum um magntölur úrgangsins sem safnast og að verkefninu loknu verða niður­stöður um útkomu verkefnisins teknar saman. Vonast er til þess að verkefnið skili árangri og geti verið fyrirmynd fyrir viðlíka söfnun í framtíðinni.

Þau sem geta ekki nýtt sér söfnunar­kassana eða þurfa að losa sig við stærri raftæki er bent á að skila raftækjum til endurvinnslustöðva.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f