Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Dýravelferð, hænur, dritbruni
Dýravelferð, hænur, dritbruni
Fréttir 8. október 2015

Átak gegn dritbruna á gangþófum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í starfsskýrslu Matvælastofnunar fyrir árið 2014 segir í kaflanum um Heilbrigði og velferð dýra að eftirlitsdýralæknar í sláturhúsum hafi undanfarin ár skráð dritbruna í kjúklingum.

Dritbruni getur myndast á gangþófum kjúklinga ef undirburður í eldishúsum er of rakur. Samkvæmt skýrslu Matvælastofnunar eru ekki til samanburðarhæf gögn úr eftirliti í sláturhúsum um tíðni vandamála sem eru þekkt í kjúklingaeldi en á grunni nýrrar reglugerðar verður eftirlitskerfi með dritbruna sett upp.
Í skýrslunni segir að slæmur dritbruni hafi fundist í nokkrum kjúklingahópum árið 2014 og fór Matvælastofnun fram á úrbætur í viðkomandi eldishúsum.

Samnorrænn staðall

Mat á dritbruna hér er staðlað og það sama og notað er á Norðurlöndunum. Um er að ræða sjónmat sem tekur mið af litaspjaldi með myndum af misalvarlegum dritbruna. Matið er í stigum 0 til 200, fari stigin yfir 40 fá búin áminningu en séu þau komin yfir 80 er Matvælastofnun heimilt að fækka fuglum í viðkomandi eldishúsi. Síðan er hægt að vinna sér inn aukningu aftur náist góður árangur með fækkun tilfella.

Alþjóðlegt vandamál

Jón Magnús Jónsson alifuglabóndi, eigandi Ísfugls og varaformaður Félags kjúklingabænda, segir að dritbruni á gangþófum alifugla sé alþjóðlegt vandamál og ekki séríslenskt fyrirbæri. „Við höfum séð aukningu tilfella undanfarin ár en staðið ráðþrota gagnvart vandanum.

Danir tóku dritbrunann hjá sér föstum tökum fyrir nokkrum árum og hafa komist upp á lag með að halda honum niðri. Fyrir tveimur árum fékk Ísfugl til sín danskan ráðunaut á þessu sviði sem veitti ráð og strax var farið í að taka á vandanum. Okkar bændur voru einnig sérstaklega uppfræddir um eðli og rót vandans og með hvaða hætti má forðast hann.

Hjá Ísfugli tókum við hreinlega upp danska módelið og var loftræsting, upphitun og ýmislegt annað lagfært að tilmælum sérfræðingsins enda engin önnur ráð að fá.“

Markmiðið að útrýma dritbruna

Reynslan af danska módelinu er góð hjá Ísfugli og þar hefur tekist að ná verulega góðum árangri í að fækka tilfellum af dritbruna. Markmiðið er að útrýma dritbruna alveg.
Aðspurður hvort önnur alifuglafyrirtæki hefðu farið í svipaðar aðgerðir sagðist Jón Magnús telja að svo væri en vísaði að öðru leyti á fyrirtækin sjálf til að veita upplýsingar um það og hver árangurinn hjá þeim væri.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...