Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fjölmennt hefur verið á Matarmarkaði Íslands undanfarin ár.
Fjölmennt hefur verið á Matarmarkaði Íslands undanfarin ár.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 16. desember 2022

Ástríða að baki matarhandverki

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Helgina 17.-18. desember fer fram Matarmarkaður í Hörpu í Reykjavík.

Markaðurinn á rætur sínar að rekja til ársins 2011 og er hugarfóstur Hlédísar Sveinsdóttur og Eirnýjar Sigurðardóttur. Þar koma saman smáframleiðendur og matarhandverksfólk sem kynnir vörur sínar fyrir gestum og gangandi. „Á þessum árum hafa smáframleiðendur sótt í sig veðrið. Mikil vöruþróun hefur átt sér stað og fjölmargir nýir framleiðendur hafa bæst við matarmarkaðsfjölskylduna,“ segir Hlédís.

Hún segir einstaka stemningu myndast á mörkuðum. „Þeir skipta miklu máli fyrir framleiðendur, ekki bara sölulega séð heldur að fá að kynna sig og sína framleiðslu. Ná þessu samtali við kúnnann og geta sagt frá því sem liggur að baki vörunni. Myndað traust. Traust er mikilvægt þegar kemur að matvælaframleiðslu og á þessum mörkuðum hefur þú marga tugi framleiðenda sem eru tilbúnir að standa stolt með sínum vörum, enda er mikil vinna og mikil ástríða á bak við þetta matarhandverk.“

Hún nefnir að algengt sé að tvær til þrjár kynslóðir standi að baki framleiðslu eða sem koma og hjálpa til á mörkuðunum. „Í þessu hraða samfélagi sem við lifum í er fallegt að sjá ömmur og afa, mömmur og pabba leiðbeina börnum að setja upp básinn og ganga frá bás og sinna því sem þarf þess á milli. Það er dýrmæt reynsla sem á eftir að fylgja þessum börnum áfram út í lífið. Önnur skemmtileg birtingarmynd er samstarf söluaðila. Framleiðendur hittast, bera saman bækur og oft verður spennandi samstarf út úr því,“ segir Hlédís.

Matarmarkaður Íslands verður opinn frá kl. 11 til 17 báða dagana. Aðgangur er ókeypis.

Skylt efni: matarmarkaðir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...