Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ástarvettlingar
Hannyrðahornið 7. desember 2020

Ástarvettlingar

Höfundur: Handverkskúnst

Prjónaðir ástarvettlingar og lúffur fyrir dömur og herra úr DROPS Eskimo. Stykkið er prjónað með mynstri með hjörtum. 

DROPS Design: Mynstur nr EE-292 og nr EE-293

LÚFFA:

Stærð: S (M/L)

Garn: DROPS ESKIMO (fæst í Handverkskúnst)

   - Rauður nr 08: 150 (150) g

   - Rjómahvítur nr 01: 50 (50) g

ÁSTARVETTLINGAR:

Stærð: S (M/L)

Garn: DROPS ESKIMO (fæst í Handverkskúnst)

   - Rauður nr 08: 150 (150) g

   - Rjómahvítur nr 01: 50 (50) g

Prjónar: Sokkaprjónar nr 7 (stærð S) eða nr 8 (stærð M/L) – eða þá stærð sem þarf til að 12L og 16 umf í sléttu prjóni (stærð S) eða 11L og 15 umf í sléttu prjóni (stærð M/L) verði 10x10 cm.

Sokkaprjónar nr 6 (stærð  S) eða nr 7 (stærð M/L) – fyrir stroff.

Úrtaka: Byrjið úrtöku 1 lykkju áður en komið er að merki í hvorri hlið: Setjið 1L á hjálparprjón fyrir aftan stykkið, takið 1L óprj, setjið lykkju af hjálparprjóni aftur á vinstri prjón, prjónið 2L slétt saman, lyftið óprj lykkjunni yfir = fækkað um 2L. Endurtakið úrtöku í hvorri hlið vettlings = fækkað um 4L í umferð.

Ástarvettlingur:

Stærð S er prjónuð á sokkaprjóna nr 6 og 7.

Stærð M/L er prjónuð á sokkaprjóna nr 7 og 8.

Stroff á vettlingum er prjónað hvort fyrir sig. Síðan er lúffan/vettlingurinn settur saman og prjónaður áfram sem eitt stykki. Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna.

Fitjið upp 21L á sokkaprjóna nr 6 eða 7 með rauðu. Prjónið 1 umf sl, prjónið síðan stroff 1 sl/2 br. Þegar stykkið mælist 8 cm er prjónuð 1 umf slétt JAFNFRAMT er aukið út um 9L jafnt yfir (aukið er út með því að slá uppá prjóninn eftir ca aðra og 3. hverja lykkju) = 30L.

Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann til þess að koma í veg fyrir göt). Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 7 eða 8. Prjónið M.1 yfir allar lykkjur.  Prjónið nú 1 umf með rauðu JAFNFRAMT er síðasta lykkja felld af = 29L. Setjið allar lykkjur á þráð. Prjónið 1 stroff fyrir lúffu alveg eins.

Setjið stroffin saman á sokkaprjóna nr 7 til 8. Prjónið 1 umf sl yfir allar lykkjur = 58L.

Setjið eitt prjónamerki í 29. lykkju og síðustu lykkju í umf (= miðja að framan og miðja að aftan). Haldið áfram í sléttu prjóni, JAFNFRAMT í síðustu umf er lykkjum fækkað hvoru megin við prjónamerkin – SJÁ ÚRTAKA Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 5 sinnum = 38L. Prjónið 1 umf án þess að fækka lykkjum. Setjið 2 ný prjónamerki í stykkið, í 10. og í 29. lykkju talið frá miðju að framan (= í hvora hlið). Í næstu umf er lykkjum fækkað hvoru megin við nýju prjónamerkin – SJÁ ÚRTAKA Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 8 sinnum = 6L eftir.

Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru og herðið að. Festið vel.

Frágangur: Saumið saman lykkjurnar yst efst á strofii.

Lúffa/ur

Stærð S er prjónuð á sokkaprjóna nr 6 og 7.

Stærð M/L er prjónuð á sokkaprjóna nr 7 og 8.

Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 21L á sokkaprjóna nr 6 til 7 með rauðu. Prjónið 1 umf sl, prjónið síðan stroff 1L sl/2L br. Þegar stykkið mælist 8 cm er prjónuð 1 umf slétt JAFNFRAMT er aukið út um 3L jafnt yfir (aukið er út með því að slá uppá prjóninn eftir 7. hverja l. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann til þess að koma í veg fyrir göt) = 24L. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 7 til 8. Prjónið M.1 yfir allar lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í 9. lykkju. Þegar M.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er haldið áfram með rauðu þar til stykkið mælist 14 cm. Aukið nú út með því að slá uppá prjóninn hvoru megin við lykkju með prjónamerki fyrir þumal. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt. Endurtakið útaukningu í næstu umf = 5L fyrir þumal. Prjónið 2 (3) umf án útaukninga. Setjið síðan 5 þumallykkjur á þráð. Fitjið upp 1 nýja L fyrir aftan L á þræði = 24L. Setjið tvö prjónamerki í stykkið, í 1. og í 13. lykkju (= hliðar).

Haldið áfram í sléttu  prjóni. Þegar stykkið mælist 24 (26) cm er fækkið lykkjum hvoru megin við l með prjónamerki – LESIÐ ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í hverri umf alls 5 sinnum = 4L eftir.

Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru og herðið að. Festið vel.

ÞUMALL:

Setjið 5 þumallykkjur aftur til baka á sokkaprjóna nr 7-8. Prjónið upp 5L aftan við þumal = 10L. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni þar til þumallinn mælist 5 (6) cm. Setjið tvö prjónamerki í þumalinn, í 1. og í 6. L (= hliðar). Í næstu umf er lykkjum fækkað hvoru megin við lykkjur með prjónamerki. Endurtakið úrtöku í næstu umf = 2L eftir.

Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel.

HÆGRI VETTLINGUR:

Fitjið upp og prjónið eins og vinstri vettlingur, nema spegilmynd. Setjið prjónamerki í 4.L fyrir útaukningu á þumli.

Hekluð snúra (einungis fyrir lúffur):

Heklið 120 cm langa snúru með ll með 2 þráðum af rauður á heklunál nr 10. Snúran er saumuð föst að innanverðu á hvora lúffu við hlið á þumli.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f