Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ástandið vegna COVID-19 hefur áhrif á starfsemi Textílmiðstöðvarinnar
Mynd / HKr.
Fréttir 11. maí 2020

Ástandið vegna COVID-19 hefur áhrif á starfsemi Textílmiðstöðvarinnar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sjötíu og fjórir listamenn dvöldu í Textílmiðstöðinni á Blönduósi í fyrra og komu þeir frá öllum heimshornum, eða frá 16 löndum. Þrátt fyrir ástandið er starfsemi í gangi í miðstöðinni og dvelja þar nú þrír listamenn. Margir listamenn sem áttu pantað pláss í vor og sumar hafa frestað komu sinni eða hætt við hana.  
 
Frá Textílmiðstöðinni.
 
Alþjóðlegur styrkur 
 
Textílmiðstöðin og Þekkingar­setrið á Blönduósi tók þátt í umsókn á stóru Evrópuverkefni; CENTRINNO undir áætluninni, Horizon 20/20, ásamt Nýsköp­unarmiðstöð Íslands og Háskóla Íslands. Verkefnið hefur nú fengið vilyrði fyrir styrk og er ætlað til þriggja og hálfs árs. Ef allt gengur eftir mun það hefjast í haust. Verkefnið snýst um að nota menningararfinn sem innblástur til nýsköpunar og blása lífi í fyrrum blómleg borgarhverfi og landshluta og er mikil áhersla lögð á að nýta möguleika stafrænnar tækni. Samstarfsborgir Blönduóss í verkefninu eru París, Barcelona, Kaupmannahöfn, Zagreb, Tallinn, Genf, Amsterdam og Mílanó. Verkefnið á Íslandi hefur þá sérstöðu að það nær til landsins alls. Í verkefninu er mikil áhersla á að nýta möguleika stafrænnar tækni og að efla kunnáttu í að nýta stafræna tækni til framleiðslu.
 
Tækjakaup 
 
Á vef Textílsetursins kemur fram að stefnt sé að frekari eflingu Textílmiðstöðvar Íslands sem blóm­legrar miðstöðvar þar sem sérfræðingar, hönnuðir, handverks- og listafólk og kennarar á textílsviði geti fengið aðgang að nútímalegri aðstöðu til rannsókna, þróunar og kennslu.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...