Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson. Mynd / Sigurborg Jóhannsdóttir.
Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson. Mynd / Sigurborg Jóhannsdóttir.
Fréttir 16. mars 2020

Ástand sjávar vaktað

Höfundur: Vilmuvdur Hansen

Bjarni Sæmundsson, rannsókna­skip Hafrannsókna­stofnunar, lauk nýverið tveggja vikna rannsóknaleiðangri kringum landið. Leiðangurinn er hluti af vöktunarverkefninu Ástand sjávar.

Í leiðangrinum var mældur hiti og selta á föstum sniðum út frá landinu, en auk þess voru tekin sýni á völdum stöðvum til greiningar á næringarefnum, súrefni og koldíoxíði. Ekki tókst að mæla á öllum stöðvum vegna veðurs, sem var óvenju leiðinlegt þetta árið.

Þá var einnig sinnt nokkrum smærri verkefnum, meðal annars var lagt straummælabaujum í Patreksfirði og í Reyðarfirði og ásamt fleiri athugunum, sem er hluti af gagnaöflun vegna sjókvíaeldis. Slíkar athuganir voru einnig gerðar í Eyjafirði.

Safnað var sýnum fyrir Geislavarnir ríkisins vegna vöktunar á magni geislavirkra efna í sjó. Þá voru sett út hlustunardufl fyrir Háskóla Íslands, til að fylgjast með hvalaferðum djúpt út af Austurlandi og rekdufl, sem mæla umhverfisþætti og voru þau sett í sjóinn á fjórum stöðvum umhverfis landið  fyrir erlenda samstarfsaðila.

Greiningu gagna úr leiðangrinum er ekki lokið, en niðurstöðurnar munu birtast á „Vefur um sjórannsóknir“, á heimasíðu stofnunarinnar og í skýrslu,  „Ástand sjávar“, sem gefin er út reglulega. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...