Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Salamatkhan Dzhumabaeva landfræðingur og doktors í vistfræði.
Salamatkhan Dzhumabaeva landfræðingur og doktors í vistfræði.
Líf og starf 28. apríl 2015

Ástand beitarlanda og skóga víða slæmt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Salamatkhan Dzhumabaeva frá Kirgistan er menntaður landfræðingur og með doktors­gráðu í vistfræði. Að sögn Dzhumabaeva er landbúnaður mikið stundaður í Kirgistan þó um 90% landsins sé fjallendi.

„Einungis 7% landsins er það sem teljast mundi hentugt til hefðbundins landbúnaðar.“
Búfjárhald er algengt í Kirgistan og um 70% af öllum landbúnaði þar í landi byggir á því auk þess sem bændur rækta hveiti, kartöflur, ávexti og valhnetur sem eru fluttar út.

„Landið var lengi hluti af fyrrum Sovétríkjunum en eftir að þau liðuðust í sundur breyttu bændur beitarstýringu og hættu að reka búfé í sumarhaga á fjöllum og fóru eingöngu að beita því á haga á láglendi. Samfara þessu hefur álag á beitilönd á láglendi aukist gríðarlega og ástand þeirra er víða mjög slæmt. Skógareyðing hefur einnig aukist hratt eftir að landið fékk sjálfstæði árið 1991 bæði vegna skógarhöggs og beitar í skóglendi.“

Dzhumabaeva segir að vegna fjalllendisins í Kirgistan sé skóglendi þar mjög fjölbreytt. „Þar er að finna barrtré og ávaxtatré og allt þar á milli. Því miður er það svo að valhnetuskógar landsins eru víða mjög illa farnir vegna ofnýtingar. Heimamenn í þorpum úti á landi hafa gengið hart á skógana með öflun eldiviðar og búfjárbeit án þess að nýjum trjám sé plantað í staðinn.“

Að mínu mati er námið sem okkur er boðið upp á í Landgræðsluskólanum mjög áhugavert og ég er sannfærð um að sú þekking sem ég er að afla mér hér eigi eftir að nýtast mér þegar ég sný aftur heim. „Markmið mitt er að vinna hér að verkefni þar sem stjórnvöld, sérfræðingar og heimamenn vinna sameiginlega að verndun skóga, vistkerfisins og landsins sem heild.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f