Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Áslaug Alda stýrir seyruverkefni sex sveitarfélaga á Suðurlandi
Fréttir 26. mars 2020

Áslaug Alda stýrir seyruverkefni sex sveitarfélaga á Suðurlandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Áslaug Alda Þórarinsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri seyru­verkefnisins svokallaða, sem sex sveitarfélög í Árnessýslu, auk Ásahrepps í Rangárvallasýslu standa að.

Áslaug Alda er frá Spóastöðum í Bláskógabyggð og bý þar núna með sambýlismanni sínum, Ingva Rafni Óskarssyni, og sonum þeirra, þeim Aroni Gauta og Elvari Andra, sem eru fjögurra ára. Helstu verkefni Áslaugar Öldu verða  að halda utan um verkefnið í heild sinni, koma upplýsingum til fasteignaeigenda ef illa gengur að losa rotþróna hjá viðkomandi, taka við ábendingum og öllu því sem betur má fara í tengslum við tæmingu, sinna fræðslu og koma almennum og sértækum upplýsingum til eigenda rotþróa. Þá er hluti starfsins að sjá um skráningu í gagnagrunn enda er mikilvægt að allar upplýsingar séu tiltækar þegar á þarf að halda svo þjónustan verði góð og hnökralaus. Sveitarfélögin, sem standa að verkefninu eru Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur, Flóahreppur og Ásahreppur.

„Nýja starfið leggst mjög vel í mig og er mín helsta starfsstöð á Borg í Grímsnesi þar sem tekið hefur verið mjög vel á móti mér og líður mér strax mjög vel þar. Ég mun samt koma til með að vera á flakkinu og er nú þegar búin að fara og heimsækja allar skrifstofur sveitarfélaganna, sem eru í verkefninu,“ segir Áslaug Alda. 

Skylt efni: seyra | seyruverkefni

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...