Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þessi smávaxna leðurblökutegund sem bundin var við Jólaeyjar er nýlega útdauð.
Þessi smávaxna leðurblökutegund sem bundin var við Jólaeyjar er nýlega útdauð.
Fréttir 11. október 2017

Askur og antilópur komin á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stofnun sem kallast Internat­ional Union for Conservation of Nature (IUCN) og heldur utan um stöðu plöntu- og dýrategunda hefur meðal annarra bætt asktrjám og antilópum við lista yfir lífverur sem taldar eru vera í útrýmingarhættu.

IUCN listinn telur nú þegar rúmlega 25.000 tegundir lífvera sem taldar eru vera í útrýningarhættu og í hverjum mánuði bætast nýjar tegundir á lista. Asktegundin sem nýlega bættist við er amerísk tegund, Fraxinus americana, og er ástæða fækkunar asksins vera bjöllutegund frá Asíu sem nýlega er farin að leggjast á ask í Bandaríkjunum og Norður-Evrópu.

Leðurblökur og snjóhlébarðar

Fimm afrískar antilóputegundir, þar sem stofnstærð hefur verið talin í þokkalegu lagi til þessa, hefur nú verið bætt á listann enda einstaklingum af tegundunum fimm fækkað ört undanfarið.

IUCN heldur einnig saman lista yfir dýra- og plöntutegundir sem þegar eru útdauðar og nýjasta lífveran til að heiðra þann sorglega lista er smávaxin leðurblökutegund sem bundin var við Jólaeyjar.

Góðu fréttirnar eru að samkvæmt gögnum IUCN eru stofnar snjóhlébarða og leðurblakna á eyjunni Máritíus í vexti þrátt fyrir að dýrin teljist enn í útrýmingarhættu.

Grafalvarlegt ástand

Dýra- og grasafræðingar segja ástand gríðarmargra dýra- og plöntutegunda í heiminum vera grafalvarlegt. Á það jafnt við lífverur sem lifa á landi og í sjó og ef ekkert verður að gert mun helmingur þeirra deyja út á næstu fjörutíu til fimmtíu árum. Ástæða þessa er sögð vera eyðing búsvæða, ofveiðar, mengun og fjölgun manna.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...