Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Eva Margrét Jónudóttir, starfsmaður Matís, á vettvangi í Birkihlíð.
Eva Margrét Jónudóttir, starfsmaður Matís, á vettvangi í Birkihlíð.
Mynd / Matís
Fréttir 22. nóvember 2019

Áskorun að skýrsla um örslátrunarverkefni Matís verði birt

Höfundur: smh
Félag sauðfjárbænda í Rangár­vallasýslu hefur sent áskorun til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og Matís ohf. þar sem hvatt er til þess að niðurstöður úr svokölluðu örslátrunarverkefni Matís verði gefnar út. Í verkefninu var grundvöllur tillagna Matís fyrir heimaslátrun kannaður á bænum  Birkihlíð í Skagafirði í nóvember á síðasta ári.
 
Í bréfi Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu kemur enn fremur fram áskorun um breytingar á lögum þar sem leyfisveitingar fyrir heimaslátrun til sölu verði rýmkaðar og einfaldaðar. 
 
Niðurstöður ekki verið birtar
 
 „Haustið 2018 fór Matís af stað með verkefni undir forystu Sveins Margeirssonar, þar sem grundvöllur örsláturhúss var kannaður í formi heimaslátrunar. Tekin voru sýni í ferlinu og úr afurðunum og vinnsluferlið allt kannað og metið. Vitað er að niðurstöður liggja fyrir, en hafa ekki verið birtar,“ segir í bréfi félagsins.
 
Leyfisveitingar rýmkaðar
 
„Stjórn Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu skorar á landbúnaðarráðuneytið, Landssamtök sauðfjárbænda, Bændasamtök Íslands og Matís ohf. að beita sér fyrir því að niðurstöður úr verkefninu um örsláturhús sem Matís fór af stað með haustið 2018 verði kynntar. Jafnframt að möguleikar á örsláturhúsi eða leyfisveitingum fyrir heimaslátrun til sölu verði rýmkaðar og einfaldaðar, þó þannig að ávallt sé gætt að heilnæmi og öryggi matvælanna. Hvetur stjórn félagsins til þess að öllum ráðum verði beitt í þessu máli og þurfi lagabreytingar til, verði unnið að gerð þeirra,“ segir í áskorun félagsins. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...