Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ársfundurinn var haldinn á Vox Club, sal Nordica hótels í Reykjavík.
Ársfundurinn var haldinn á Vox Club, sal Nordica hótels í Reykjavík.
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar Landbúnaðarháskóla Íslands sem haldinn var á Nordica hóteli í Reykjavík þann 16. maí síðastliðinn.

Tveir ráðherrar ávörpuðu fundinn; Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Svandís lagði áherslu á að þekking, vísindi og rannsóknir séu grundvöllur framfara í landbúnaði og þar gegndi LbhÍ lykilhlutverki.

Góð rekstrarafkoma

Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ, fór yfir fjölbreytta starfsemi skólans og ársreikning. Nemendum skólans hefur fjölgað en tæplega 500 manns stunda nú nám við skólann, sem spannar allt frá starfsmenntanámi upp í doktorsnám, auk þess sem boðið er upp á endurmenntun. Ragnheiður nefndi sem dæmi að yfir 90 manns hefðu útskrifast úr Reiðmanninum á dögunum. Fram kom í máli Ragnheiðar að rekstur skólans væri í góðu jafnvægi en samkvæmt ársreikningi var afkoma ársins 2022 rúmar 93 milljónir króna.

Heimsókn frá Póllandi

Dr. Michal Zasada ræddi tækifæri og áskoranir sem landbúnaður í Póllandi og víðar stendur frammi fyrir í ljósi loftslagsbreytinga og þverrandi náttúruauðlinda. Dr. Zasada er rektor lífvísindaháskólans í Varsjá, sem er einn samstarfsháskóla LbhÍ í evrópska háskólanetinu UNIgreen sem styrkt er af Evrópusambandinu.

Ný tækni í notkun

Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal, gaf innsýn inn í búrekstur sinn, en hann er svínabóndi og stærsti kornræktandi landsins. Hann ræktar korn á um 340 hekturum í landi Gunnarsholts og nýtir sér m.a. nýja tækni í nákvæmnisbúskap við ræktun akra sinna – sjá nánar bls. 26.

Í lok fundar stýrði fundarstjórinn, Christian Schultze, panelsumræðum um framtíðarmöguleika íslensks landbúnaðar. Pallborðið skipuðu deildarforsetarnir Bjarni Diðrik Sigurðsson og Samaneh Nickayin auk Hrannars S. Hilmarssonar, jarðræktarstjóra LbhÍ.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f