Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Ásahreppur keppir í Útsvari
Fréttir 2. september 2014

Ásahreppur keppir í Útsvari

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Ásahreppur verður með í Útsvari í Ríkissjónvarpinu í vetur, en hreppurinn er sá fámennasti sem keppt hefur í spurningaþættinum til þessa. Um síðustu áramót bjuggu aðeins 193 í Ásahreppi.

Útsvar er, eins og kunnugt er, spurningakeppni milli sveitarfélaganna í landinu. Upphaflega kepptu 24 stærstu sveitarfélögin sín á milli en á síðasta ári var reglunum hins vegar breytt. Þá fengu þátttökurétt tvö sveitarfélög með íbúafjölda á milli 500 og 1.500 og eitt sveitarfélag með íbúafjölda undir 500 íbúa. Stærri sveitarfélögin tvö sem dregin voru út til þáttöku í vetur eru Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Skagaströnd.

Í fyrra voru það Seyðisfjörður og Hvalfjarðarsveit sem fengu þátttökurétt í flokki sveitarfélaga með íbúafjölda á milli 500 og 1.500 og Tálknafjörður í flokki sveitarfélaga með íbúafjölda undir 500. Lið Tálknafjarðar stóð sig með prýði í keppninni og tapaði naumlega fyrir Sandgerði í 1. umferð, með einungis eins stigs mun. Um áramótin 2012-2013 bjuggu 293 íbúar í Tálknafjarðarhreppi.


Ásahreppur verður því sem áður segir minnsta sveitarfélagið til að taka þátt í Útsvari til þessa. Björgvin G. Sigurðsson er nýr sveitarstjóri Ásahrepps og var hann hinn kátasti þegar Bændablaðið náði af honum tali á leið inn á afrétt. „Við erum að vinna í því að manna liðið. Okkur líst vel á þetta, þátturinn er skemmtilegur og góð og skemmtileg kynning fyrir hreppinn. Það er ekki útilokað að við blásum til einhverrar skemmtunar í kringum keppnina.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f