Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Maríanna Eva Ragnarsdóttir og Garðar Valur Gíslason á Stórhóli.
Maríanna Eva Ragnarsdóttir og Garðar Valur Gíslason á Stórhóli.
Fréttir 15. desember 2023

Ásættanlegar bótagreiðslur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Skorið var niður fé á bænum Stórhóli í Húnaþingi vestra á fimmtudaginn, vegna riðutilfellis sem þar greindist í haust.

Hafa bændur undirritað samning við matvælaráðuneytið um bætur, þar sem gert er ráð fyrir ræktunaráætlun á nýjum stofni með verndandi arfgerðir gegn riðu.

Rúmlega hundrað kindur voru arfgerðagreindar á bænum með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðusmiti og var því hlíft við niðurskurðinum, samkvæmt nýrri nálgun í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé.

Hærri afurðatjónsbætur

Að sögn Garðars Vals Gíslasonar, bónda á Stórhóli, var sett upp ræktunaráætlun í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sem var skilyrði fyrir því að hægt væri að hlífa þessum kindum og byggja upp nýjan stofn með verndandi arfgerð. „Við erum sátt við niðurstöðuna, það er mikill munur á samtalinu við ráðuneytið nú og þegar við lentum í riðu í desember 2006 þegar allri hjörðinni var fargað, sem var um 550 fjár.

Við fáum nú afurðatjónsbætur til lengri tíma en bara tveggja ára til að standa straum af uppbyggingu á nýjum stofni á meðan það ferli er í gangi, en þær bætur lækka í samræmi við stærri bústofn og aukna framleiðslu á bænum.“

Heimilt að aflétta einangrun eftir tvö ár

Á meðan uppbyggingin stendur yfir eru í gildi takmarkanir, til að mynda þarf allt fé sem hlíft var undan niðurskurði að vera innan fjárheldra girðinga á bænum í allt að sjö ár frá niðurskurði. Enda er skylt að rækta upp hjörðina á þessum sjö árum með það að markmiði að hún verði ónæm fyrir riðu.

Þrátt fyrir sjö ára takmörkunartíma er Matvælastofnun heimilt að aflétta einangrun þegar 75 prósent hluti hjarðarinnar ber hina verndandi ARR/ ARR­arfgerð og afgangurinn er með verndandi samsætu og mögulega verndandi samsætu í arfgerðinni. Þó aldrei fyrr en að tveimur árum liðnum frá niðurskurði og að önnur skilyrði hafi verið uppfyllt.

Bændur þurfa að standa skil á upplýsingagjöf til Matvælastofnunar og leyfa sýnatökur á bænum.

Veittur er stuðningur við kaup á fé með verndandi arfgerð og á meðan uppbyggingu stendur.

Vegna hinnar nýju nálgunar er slakað á kröfum um tiltekin atriði hreinsunar og niðurrifs í fjárhúsum, þó bændurnir þurfi að hlíta ströngum reglum varðandi þrif og sótthreinsun.

Skylt efni: riða | Stórhóll

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...