Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ártangi stendur á fallegum stað í Grímsnes- og Grafningshreppi. Landið sem fylgir stöðinni er um 17,5 hektarar.
Ártangi stendur á fallegum stað í Grímsnes- og Grafningshreppi. Landið sem fylgir stöðinni er um 17,5 hektarar.
Mynd / Fasteignasalan Árborgir
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustöð sína Ártanga á sölu.

Ártangi er staðsettur í Grímsnes- og Grafningshreppi og þar eru nú framleidd kryddjurtir, blóm og pottaplöntur. Stöðina hafa hjónin byggt upp frá grunni og rekið í tæplega fjörutíu ár. „Við byrjuðum árið 1986 með því að reisa fyrsta gróðurhúsið, sem var þá 200 fermetrar, en í dag er ræktað í um 4.800 fermetrum,“ segir Gunnar, en auk ræktunarhúsanna er þar vinnusalur, kælar, pökkunarhús, geymsluhús, skrifstofa og rými til að taka á móti gestum og á sumrin er opið hús alla daga vikunnar.

Garðyrkjubændurnir Sigurdís Edda Jóhannesdóttir og Gunnar Þorgeirsson byggðu stöðina frá grunni og hafa rekið í tæplega fjörutíu ár. Mynd / ghp

Erfitt að selja ævistarfið

Framleiðslan skiptist í þrennt; kryddjurtir sem ræktaðar eru allan ársins hring, túlipana sem eru árstíðabundnir og svo garðplöntur og annað. Edda sér um daglegan rekstur en um átta manns starfa auk hennar á stöðinni. Hún segir mikla vinnu fylgja rekstrinum. „Þetta er vinna 365 daga á ári og ég er eiginlega bara búin að fá nóg af því að vera með þetta á herðunum, ekki illa meint,“ segir Edda, en þar sem Gunnar sinnir formennsku í Bændasamtökunum hefur hann haft minni tíma í bústörf. „Hann er viðhaldið, dyttar að þegar hann getur,“ spaugar hún.

Þau eru sammála um að skynsamlegra sé að láta staðar numið fyrr en síðar. „Maður er orðinn heldur linur í að skipta um rúður og ekki yngist maður með árunum. Við veltum fyrir okkur hversu langlíf við eigum að vera í þessum bransa. Garðyrkjustöðin er í toppstandi og góðum rekstri. En það er ekki einfalt að selja ævistarfið,“ segir Gunnar.

Veit ekki hvað gamalt fólk gerir

Samkvæmt lýsingu fasteignasölunnar Árborga á Selfossi, sem hefur milligöngu um sölu Ártanga, segir að garðyrkjustöðin sé vel tækjum búin og í góðum rekstri. Borhola fyrir heitt vatn sé á landinu en 17,5 hektarar fylgja eigninni sem býður upp á stækkunarmöguleika. Þá er þar einnig reisulegt íbúðarhús á tveimur hæðum á stórri lóð.

Sjálf hafa hjónin ekki ákveðið hvað bíður þeirra verði að góðri sölu á Ártanga. „Ég veit ekki hvað gamalt fólk gerir, ég þarf kannski að fara að kynna mér það,“ segir Gunnar sposkur, en Edda segist gjarnan vilja fara í minna starfshlutfall.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...