Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ártangi með nýjar umhverfisvænar umbúðir
Fréttir 22. desember 2021

Ártangi með nýjar umhverfisvænar umbúðir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Garðyrkjustöðin Ártangi hefur tekið í notkun nýjar 100% niðurbrjótanlegar og umhverfisvænar pappírsumbúðir fyrir framleiðslu sína sem er aðallega ferskt krydd í pottum.

Gunnar Þorgeirsson, sem rekur garðyrkjustöðina Ártanga ásamt eiginkonu sinni, Sigurdísi Eddu Jóhannesdóttur, segir að leitin eftir umhverfisvænum umbúðum sem henta fyrir framleiðslu Ártanga hafi tekið nokkur ár.

Umbúðirnar lofa góðu og þar sem þær eru gerðar úr 100% pappír eru þær 100% niðurbrjótanlegar og umhverfisvænar.

„Við höfum farið á sýningar erlendis til að finna umbúðir sem passa fyrir okkar framleiðslu. Kryddjurtirnar er seldar í pottum og umbúðirnar því lokaðar að neðan og þola raka um tíma svo að þær skemmist ekki. Umbúðasalar sem við höfum verið í sambandi við hafa komið með alls konar hugmyndir að lausn en enga sem við höfum talið fullnægja okkar þörfum.

Í janúar 2020 hittum við á sýningu í Essen í Þýskalandi fulltrúa fyrirtækis sem bauð upp á mjög ásættanlega lausn. Vinna við að hefja notkun á umbúðunum hefur svo staðið yfir frá því í febrúar á þessu ári og þær loksins komnar á markað eftir langan og strangan undirbúning,“ segir Gunnar Þorgeirsson garðyrkjubóndi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...