Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Síðasta kalkúnabú landsins þarf að passa upp á að eiga alltaf nægar birgðir.
Síðasta kalkúnabú landsins þarf að passa upp á að eiga alltaf nægar birgðir.
Mynd / ghp
Fréttir 19. janúar 2024

Árstíðamunur í kalkúnarækt

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Undanfarin ár hefur kalkúnaframleiðslan hjá Reykjabúinu verið í hægum og stígandi vexti, segir Jón Magnús Jónsson framkvæmdastjóri.

Mesta neyslan á kalkúnakjöti sé frá þakkargjörðarhátíðinni fram að áramótum, ásamt örlitlum sölutoppi um páskana. Drjúg neysla sé þó yfir allt árið á smásölumarkaði og þá fari mikið inn á veitingahúsa- og mötuneytamarkaðinn.

Reykjabúið í Mosfellsbæ er eina kalkúnabúið á landinu. Aðspurður um áskoranir sem fylgi því segir Jón Magnús að þau þurfi að passa upp á að eiga alltaf nóg, sem þeim hafi tekist alllengi.

Þetta sé ekki stór markaður, sem skýri að hluta til af hverju þau séu síðasti kalkúnaræktandinn. Þá hafi verið ákveðin þrjóska að halda þessu úti og að vera ein eftir hafi ekki verið þeirra val.

Hann segir greinilegt að neytendur sækist eftir þeirra vörum og séu meðvitaðir um að velja innlenda framleiðslu í smásölu. „Hins vegar er þetta alltaf erfitt þar sem þú sérð ekki vörumerkið. Ef þú ferð á veitingastaði eða í veislu þá veistu ekki hvaðan þetta er nema að rannsaka það á staðnum,“ segir Jón Magnús.

Skylt efni: kalkúnarækt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...