Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ársskýrsla Matís 2014 er komin út
Fréttir 7. janúar 2015

Ársskýrsla Matís 2014 er komin út

Höfundur: Vilmundur Hansen

Meginþema skýrslunnar í ár snýr að lífhagkerfinu en á árið var formennskuár Íslands í norræna ráðherraráðinu og í kjölfar þess hófst þriggja ára formennskuáætlun sem snýr að lífhagkerfinu.

Matís hefur unnið náið með íslenskum stjórnvöldum að útfærslu áætlunarinnar þar sem lífhagkerfið er undirstaða flestra rannsókna og nýsköpunarverkefna hjá fyrirtækinu. Helsta verkefni formennskuársins var um nýsköpun í norræna lífhagkerfinu til þess að styrkja svæðisbundinn hagvöxt.

Matís mun leiða nýsköpunar- og vöruþróunarverkefni sem unnin verða á sviði lífhagkerfisins undir formennskuáætluninni. Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri á Viðskiptaþróunarsviði er verkefnastjóri.

Um er að ræða verkefni sem snúa að nýsköpun og aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu, aukinni framleiðslu lífmassa, meðal annars fyrir lífmassaver, og nýtingu nýrrar tækni þar á meðal líftækni til verðmætaaukningar við nýtingu lífrænna auðlinda. Matís hefur þegar náð góðum árangri í að auka verðmæti vannýttra auðlinda og leita leiða til bættrar nýtingar þeirra auðlinda sem þegar eru nýttar með því að stunda virkar rannsóknir og nýsköpun auk þess að standa við bakið á frumkvöðlum. Nýsköpunarverkefnin innan formennskuáætlunarinnar eru þannig eðlilegt framhald þeirrar vinnu, þau tengja saman íslenska og norræna þekkingu með það að markmiði að greina tækifæri, minnka sóun og auka verðmæti í lífhagkerfinu.

Ársskýrslan er á ensku en skýrslan verður aðgengileg á íslensku á næstu vikum.

Lesa skýrslu.

Skylt efni: Matís

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...