Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Viðfangsefni ársfundarins er hagur neytenda
Viðfangsefni ársfundarins er hagur neytenda
Fréttir 1. apríl 2016

Ársfundur Matvælastofnunar þriðjudaginn 5. apríl

Matvælastofnun heldur ársfund sinn þriðjudaginn 5. apríl nk. kl. 13:00 - 16:40 á Hótel Reykjavík Natura (Loftleiðum). Viðfangsefnið að þessu sinni verður hagur neytenda. Dagskrá snýr jafnt að neytendum og framleiðendum matvæla þar sem rætt verður hvernig við tryggjum hag neytenda þegar kemur að öryggi matvæla og upplýsingagjöf um þau. 

Miklar framfarir hafa orðið í neytendamálum að undanförnu. Með tilkomu Skráargatsins og nýrrar reglugerðar um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda munu þeir hafa aðgang að hnitmiðaðri upplýsingum um eðli og innihald þeirra matvara sem þeir neyta. Nýja upplýsingareglugerðin og Skráargatið verða til umfjöllunar á fundinum, ásamt upplýsingastefnu Matvælastofnunar og fyrirhugaðri fésbókarsíðu tileinkaðri hagsmunum neytenda. Einnig verður fjallað um hvenær og hvernig matvæli eru innkölluð af markaði og hvaða reglur gilda um plast og aðrar umbúðir í snertingu við matvæli. Þá verður frammistöðuflokkun Matvælastofnunar kynnt og hvernig upplýsa megi neytendur um það hvernig matvælaframleiðendur standa sig. 

Á ársfundinum verða jafnframt kynntar nýjar niðurstöður mælinga Matvælastofnunar á ýmsum efnum í matvælum s.s. salti og transfitusýrum í matvælum; nítríti og saltpétri í kjöti; og þungmálmum, histamíni og PAH-efnum og listeríu í dýraafurðum. Farið verður yfir niðurstöður mælinga á illgresiseyðum og skordýraeitri í grænmeti og ávöxtum og lyfjaleifum í dýraafurðum. Sýklalyfjaþol baktería er vaxandi vandamál á heimsvísu. Á ársfundinum verður einnig farið yfir stöðuna á Íslandi hvað varðar sýklalyfjanotkun og lyfjaþol. 

Nauðsynlegt er að skrá sig á ársfundinn. Skráning fer fram á netfanginu mast@mast.is og verður opið fyrir skráningar til 4. apríl. Vinsamlega tilgreinið nafn, fyrirtæki/samtök/stofnun og netfang við skráningu.

Ársfundurinn er öllum opinn og þátttakendum að kostnaðarlausu. Matvælastofnun hvetur alla þá sem láta neytendamál sig varða, neytendur jafnt sem framleiðendur, að mæta og leggja orð í belg. Boðið verður upp á gagnvirkar umræður í lok fundar. Fundarstjóri er Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður, og er dagskrá aðgengileg hér að neðan. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...