Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ársfundur Bændasamtaka Íslands 2017 settur í Hofi
Mynd / smh
Fréttir 3. mars 2017

Ársfundur Bændasamtaka Íslands 2017 settur í Hofi

Höfundur: smh

Nú rétt í þessu var fyrsti ársfundur Bændasamtaka Íslands (BÍ) settur í Hofi á Akureyri.

Er ársfundurinn haldinn vegna breytinga á samþykktum BÍ á Búnaðarþingi 2015. Ársfundur er annars eðlis en Búnaðarþing, en fulltrúar á Búnaðarþingi hafa þó  einir atkvæðisrétt á ársfundinum.

Ársfundurinn kemur í stað Búnaðarþingsins annað hvert ár.  Þar verða ekki lagðar fram neinar ályktanir, en reikningar samtakanna fyrir árið 2016 verða afgreiddir og fjárhagsáætlun 2017.  Þar er kosinn skoðunarmaður og endurskoðanda til eins árs.

Sindri Sigurgeirsson flytur fundinum skýrslu um störf samtakanna, en ekki formlega setningarræðu eins og á Búnaðarþingi.

Fundargestir á ársfundi BÍ 2017.

Dagskrá ársfundarins verður tvískipt; fyrir hádegi eru hin eiginlegu aðalfundarstörf en eftir hádegi er ráðstefna undir yfirskriftinni Búskapur morgundagsins. þar sem fjallað verður um efnið frá mismunandi sjónarhornum.  Þar verður m.a. fjallað um nýjustu tækni, sjálfbærni í landbúnaði, verktöku til sveita og fleira.

Í kvöld er síðan bændahátíð í Hofi þar sem að Haraldur Benediktsson alþingismaður og fyrrum formaður BÍ stýrir veisluhöldum.

Dagskrá ráðstefnunnar er sem hér segir:

 

Ráðstefnudagskrá - Búskapur morgundagsins

föstudaginn 3. mars kl. 13.00-16.00

 

Setning ráðstefnu: Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ

 

Ávarp: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra

 

Að stíga feti framar – nýsköpun, sjálfbærni og kolefnislausnir í landbúnaði?

Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður

 

Sjálfbærni í landbúnaði – tækifæri til aukinnar hagsældar

Auður Magnúsdóttir, deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar LbhÍ

 

Straumar og stefnur í neytendamálum – breytingar á neytendamarkaði og samfélagsábyrgð

Oddný Anna Björnsdóttir, verkefnastjóri, umhverfi - samfélag - lýðheilsa, hjá Krónunni

 

Kaffihlé

 

Nýjasta tækni í landbúnaðartækjum og orkunotkun

Finnbogi Magnússon landbúnaðartæknifræðingur

 

Vélaverktaka til sveita – tæknilausnir og hagkvæmni

Bessi Freyr Vésteinsson, vélaverktaki og bóndi í Hofsstaðaseli

 

Tækni við úrvinnslu búvara – rekjanleiki og upplýsingagjöf til neytenda

Brynjar Már Karlsson, nýsköpun og þróun hjá Marel

 

Pallborðsumræður fyrir kaffihlé og að erindum loknum

Ráðstefnustjóri: Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...