Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þernunes í Reyðarfirði.
Þernunes í Reyðarfirði.
Fréttir 8. febrúar 2022

ARR-arfgerðin fannst ekki á Kambi

Höfundur: smh

Eftir að hin viðurkennda verndandi arfgerð ARR, gegn riðu í sauðfé, fannst í sex einstaklingum í Þernunesi í Reyðarfirði var hafist handa við að reyna að finna hvaðan arfgerðin hefði borist í Þernunes. Var strax horft til Kambs í Reykhólasveit, en þaðan kom kindin Njála sem er formóðir allra sex gripanna. Nýlega varð hins vegar ljóst að arfgerðin væri ekki þaðan komin, þar sem hún fannst ekki í þeim 45 sýnum sem tekin voru þar á bæ úr þeim einstaklingum sem skyldastir voru Njálu.

Eyþór Einarsson sauðfjárræktarráðunautur greinir frá þessum tíðindum á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og segir að þegar þetta varð ljóst hafi verið ákveðið að snúa sér aftur að Þernunesi og voru 95 sýni tekin þar 2. febrúar sem nú eru í greiningu.

Fimm hundruð bændur og 34 þúsund kindur

Þá segir Eyþór að samhliða sé átaksverkefnið um arfgerðargreiningar farið af stað, sem sé það umfangsmesta í sögu sauðfjárræktar á Íslandi. Um 500 bændur hafa sótt um að taka þátt í verkefninu fyrir rúmlega 34 þúsund kindur, þar sem leitað verður að arfgerðum sem geta mögulega talist verndandi gegn riðu.

Því er útlit fyrir að á næstu vikum og mánuðum muni skýrast hvaðan ARR-arfgerðin kemur og hversu útbreidd hún er í stofninum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...