Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipuleggja og skrá eyfirsk fræði og alþýðlegan fróðleik heimahaganna og gefa efnið út.

Um miðjan áttunda áratug festi félagið kaup á tímaritinu Súlum sem gefið er út árlega, en í ár eru þar alls sautján greinar, ríkulega myndskreytt og fjölbreytt efni.

Til að mynda er rætt við listakonuna Rósu Kristínu Júlíusdóttur, Jón Ingi Cæsarsson rifjar upp Oddeyri bernskuára sinna og hinn kunni hestamaður og söngvari, Þór Sigurðsson, fer með lesendur um fjallgarðinn mikla sem skilur að Eyjafjörð og Fnjóskadal.

Fjallar listmálarinn Kristinn G. Jóhannsson um Morgankarlana, Guðrún Sigurðardóttir segir sögu skólastjórans og baráttukonunnar Halldóru Bjarnadóttur og hestamaðurinn góðkunni, Jón Ólafur Sigfússon, rekur sögu Hestamannafélagsins Léttis.

Nýir áskrifendur að Súlum eru boðnir velkomnir í síma 863-75299 – eða í netfangið jhs@bugardur.is.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f