Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Stjórnendur Arla og DMK Group hafa samþykkt samruna fyrirtækjanna og
bíða nú viðbragða samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins.
Stjórnendur Arla og DMK Group hafa samþykkt samruna fyrirtækjanna og bíða nú viðbragða samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins.
Fréttir 30. júní 2025

Arla og DMK Group sameinast

Höfundur: Þröstur Helgason

Afurðarisarnir Arla í Danmörku og víðar og DMK Group í Þýskalandi stefna nú á samruna fyrirtækjanna sem bæði eru samvinnufélög í eigu ríflega tólf þúsund kúabænda í sjö löndum í Norður-Evrópu.

Samruni félaganna var samþykktur af fulltrúaráðum félaganna 18. júní sl. Ef samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins heimila samrunann, sem stjórnendur fyrirtækjanna eru bjartsýnir á að þau muni gera, þá verður til fjórða stærsta mjólkurbú heims og það stærsta í Evrópu með áætlaðar tekjur upp á 19 milljarða evra. Sameinað félag mun hafa úr að spila 18,8 millljarða kílóa af mjólk.

Í frétt Medier Mejeri af samrunanum segir að eigendur fyrirtækjanna telji hann muni tryggja vöxt fyrirtækisins en sameinuð muni styrkleikar fyrirtækjanna nýtast eigendum betur jafnt sem starfsfólki, viðskiptavinum og neytendum.

Gert er ráð fyrir að samþykktarferlinu hjá samkeppnisyfirvöldum verði lokið á fyrsta ársfjórðungi 2026.

Sameinað félag Arla og DMK Group yrði einn helsti samkeppnisaðili Mjólkursamsölunnar á mörkuðum fyrir mjólkurvörur á Íslandi og í Evrópu. Stjórnendur Mjólkursamsölunnar höfðu ekki tök á að bregðast við fréttinni.

Skylt efni: Arla

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...