Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Mynd / Sven Pieren
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Borið hefur á því að gripir sem hafa verið arfgerðargreindir fái ekki flagg, sem segði til um niðurstöðu greiningarinnar um næmi gegn riðusmiti, heldur fái hvítt spurningarmerki á svörtum grunni inn í skýrsluhaldið.

Guðrún Eik Skúladóttir

Guðrún Eik Skúladóttir, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), segir að ástæðan sé að gripirnir standist ekki villupróf og oftast sé skýringin sú að niðurstaðan úr greiningunni passi ekki við niðurstöður foreldra.

Um 65 þúsund sýni greind á þessu ári

Guðrún segir að önnur ástæða gæti verið mistök í skráningu eða sýnatöku og sýni víxlist á milli gripa. Íslensk erfðagreining hafi greint mikinn fjölda sýna á þessu ári, um 65 þúsund, og það skýri kannski það að fleiri gripir hafi ekki staðist þetta villupróf að undanförnu. „Við höfum metið að hlutfall þeirra gripa sem komast ekki í gegnum villuprófið nú sé um 0,5 prósent.

Í ljósi þess að talið er að ætternisfærslur séu ranglega skráðar í um fimm til sex prósenta tilfella má búast við að hlutfall gripa sem komast ekki í gegnum villuprófið fari vaxandi,“ segir Guðrún.

Villurnar koma í ljós í annarri umferð

„Villurnar koma ekki fram í fyrstu umferð, þegar foreldrarnir eru greindir, þannig að það er ekki fyrr en í annarri umferð þegar afkvæmið er greint sem ljóst er að ætternisfærslurnar eru ekki réttar. Í þeim tilvikum er annað hvort ætternisfærslur foreldra eða afkvæmis ranglega skráðar,“ heldur Guðrún áfram.

Hún mælir með því fyrir bændur sem lenda í þessu að byrja á að skoða ættartré og arfgerðargreiningu gripsins. Æskilegt sé að taka aftur sýni úr gripum sem fá þessa niðurstöðu, en þó verði að meta hvern grip fyrir sig. Stundum geti villan til að mynda legið hjá foreldri, en ekki afkvæmi.

Guðrún segir að gripir geti einnig fengið spurningarmerki í stað flaggs ef til eru tvær greiningar á gripnum og þeim beri ekki saman. Í þeim tilvikum þurfi að óvirkja sýnið sem er rangt greint og geti ráðunautar RML aðstoðað við það.

Hún bendir á að hægt sé að senda inn fyrirspurnir vegna arfgerðargreininganna á netfangið dna@rmlis.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f