Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ara Edwald, fram­kvæmda­stjóra Íseyj­ar út­flutn­ings, dótt­ur­fé­lags Auðhumlu, hef­ur verið sagt upp störf­um. Upp­sögn­in tók strax gildi.
Ara Edwald, fram­kvæmda­stjóra Íseyj­ar út­flutn­ings, dótt­ur­fé­lags Auðhumlu, hef­ur verið sagt upp störf­um. Upp­sögn­in tók strax gildi.
Fréttir 10. janúar 2022

Ara Edwald sagt upp störfum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ara Edwald, fram­kvæmda­stjóra Íseyj­ar út­flutn­ings, dótt­ur­fé­lags Auðhumlu, hef­ur verið sagt upp störf­um. Upp­sögn­in tók strax gildi.

Í tölvupósti Íseyj­ar í tölvu­pósti send­ur var til fé­lags­manna sam­vinnu­fé­lags­ins Auðhumlu segir: „Í síðustu viku birt­ist í fjöl­miðlum um­fjöll­un þar sem fram­kvæmda­stjóri ÍSEYJ­AR út­flutn­ings, auk þriggja annarra nafn­greindra aðila, er ásakaður um þátt­töku í ósæmi­legri kyn­ferðis­legri hátt­semi gagn­vart ungri konu í lok árs 2020,“ seg­ir í tölvu­póst­in­um.

Auðhumla á 80% hlut í Mjólk­ur­sam­söl­unni.

Í tölvupóstinum segir ennfremur: „Óná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um fram­an­greint bár­ust stjórn í lok októ­ber 2021. Málið var strax tekið al­var­lega vegna þess mögu­leika að upp­lýs­ing­arn­ar væru rétt­ar, og hef­ur stjórn fé­lags­ins fundað oft um málið, bæði með fram­kvæmda­stjóra og án hans. Málið var enn til meðferðar í stjórn í síðustu viku þegar vatna­skil­in urðu. Eins og all­ir gera sér grein fyr­ir eru mál af þess­um toga bæði al­var­leg og erfið.“

Þær ásak­an­ir sem nú eru komn­ar fram á hend­ur fram­kvæmda­stjóra eru með þeim hætti að stjórn fé­lags­ins taldi sér skylt, að vel at­huguðu máli, að segja upp ráðning­ar­samn­ingn­um við hann, með áskilnaði til rift­un­ar síðar ef til­efni gefst til, með hliðsjón af hags­mun­um fé­lags­ins, starfs­fólks og viðskipta­mönn­um þess, og ekki síður meint­um þolanda.“

Und­ir þetta skrifa þau Elín Mar­grét Stef­áns­dótt­ir stjórn­ar­formaður og meðstjórn­end­urn­ir Ágúst Guðjóns­son og Sig­ur­jón Rún­ar Rafns­son.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...