Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ár bauna
Fréttir 15. janúar 2016

Ár bauna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur tilnefnt árið 2016 ár bauna. Um er að ræða baunir sem vaxa á plöntum af belgjurtaætt.

Hundruð ólíkra bauna vaxa á mismunandi tegundum belgjurta. Flestar þeirra eru ætar, næringar- og próteinríkar. Má þar nefna augn-, kjúklinga-, nýrna-, linsu- og adikibaunir. Algengasta og auðþekkjanlegasta belgjurtin á Íslandi er án vafa lúpína en fáir vita að úr baunum hennar er búið til kaffi í Sviss.

Auk þess að fræða almenning í heiminum á árinu um baunir er unnið að því á vegum FAO að búa til alþjóðlegan gagnagrunn, FAO/INFOODS Global Food Composition Database for Pulses, um baunir og nytjar á þeim. Í dag er eru baunir yfirleitt þurrkaðar eftir uppskeru enda geymast þær og halda næringargildi sínu vel þannig. 

Belgjurtir eru niturbindandi og þurfa því ekki köfnunarefnisáburð auk þess sem þær eru jarðvegsbætandi og áburðargjafi séu þær ræktaðar með öðrum plöntum eða við sáðskipti.

Samkvæmt því sem segir í kynningu FAO um belgjurtir er vatns-  og kolefnisfótsporið sem þær skilja eftir miðað við próteinmagn við ræktun miðað við aðra nytjaplöntur og ekki síst kjötframleiðslu. Þrátt fyrir að neysla á baunum geti valdið talsverðum vindgangi hjá óvönum neytendum.

Slagorð baunaársins er næringarrík fræ fyrir sjálfbæra framtíð enda baunir sagðar vera gríðarlega mikilvægar þegar kemur að fæðuöryggi komandi kynslóða.

Skylt efni: Ár bauna | FAO

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f