Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Anton Kári Halldórsson.
Anton Kári Halldórsson.
Fréttir 23. ágúst 2024

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er nýr formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS).

Samtökin eru landshlutasamtök fimmtán sveitarfélaga á Suðurlandi, frá Ölfusi í vestri til Hornafjarðar í austri. Meginstarfsemi þeirra felst í hagsmunagæslu fyrir íbúa og sveitarfélög á Suðurlandi.

Önnur hlutverk tengjast m.a. samningum og framlögum frá hinu opinbera. Á grundvelli slíkra samninga veitir SASS m.a. ráðgjöf, styrki og aðra þjónustu til handa atvinnu- og menningarlífi á Suðurlandi. Samtökin vinna einnig að ýmsum greiningar- og þróunarverkefnum til hagsbóta fyrir landshlutann á sviði byggðarþróunar og heldur utan um rekstur ákveðinna sérverkefna.

„Nýja embættið leggst gríðarlega vel í mig um leið og ég þakka kærlega fyrir það traust sem mér er sýnt með því að fá að sinna þessu verkefni. En auðvitað stendur maður ekki einn, því á bak við mig er einnig nýkjörin stjórn sem skipuð er einvala liði sveitarstjórnarfulltrúa á Suðurlandi,“ segir Anton Kári. Fyrir stjórn liggja nú fjölmörg verkefni. „Það sem mér finnst mest spennandi og áhugaverðast við embættið er að fá að leiða sunnlenskt samstarf á breiðum grundvelli. Það er mikilvægt að við Sunnlendingar stöndum saman vörð um okkar hagsmuni og sjáum til þess að landshlutinn haldi áfram að blómstra og tækifærin eru svo sannarlega hér.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...