Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
ANR: gjaldtaka fyrir tollkvóta í samræmi við stjórnarskrána
Fréttir 7. apríl 2021

ANR: gjaldtaka fyrir tollkvóta í samræmi við stjórnarskrána

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (ANR) sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem brugðist er við erindi Félags atvinnurekenda (FA) til ráðuneytisins í gær sem mótmælti verklagi við nýlega auglýsingu og úthlutun tollkvóta. Telur FA að gjaldtaka fyrir tollkvóta sé óheimil. Í yfirlýsingu ANR kemur fram að það sé mat þess að nú sé kveðið með skýrum hætti á um það í lögum að skattskylda hvíli á þeim sem fá úthlutað tollkvóta.

Auglýsing ANR um tollkvóta, vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins, birtist á vef ráðuneytisins 31. mars. Í erindi FA er vísað til dóms Landsréttar frá 19. mars síðastliðnum sem féllst á endurgreiðslukröfu Ásbjörns Ólafssonar ehf. á ofteknum gjöldum fyrir tollkvóta á árinu 2018. „Einróma og afdráttarlaus niðurstaða Landsréttar í máli Ásbjörns Ólafssonar ehf. gegn íslenska ríkinu var að það fyrirkomulag, sem var viðhaft við útboð á tollkvóta fyrir búvörur á árinu 2018, væri ólögmætt og gengi gegn stjórnarskrá Íslands. Sagði orðrétt í niðurstöðu Landsréttar: „Álagning gjalda þeirra sem málið varðar studdist samkvæmt þessu ekki við lögmæta skattlagningarheimild og var því ógild.“ FA bendir í bréfi sínu til ráðherra á að dómar Landsréttar séu endanlegir og bindandi fyrir málsaðila með þeirri einu undantekningu að sækja megi um áfrýjun þeirra til Hæstaréttar. Sé slík beiðni samþykkt sé málið tekið fyrir í Hæstarétti en þar til að nýr dómur er kveðinn upp haldi dómur Landsréttar gildi sínu og bindi, í þessu tilfelli, stjórnvöld,“ segir á vef FA um erindi þess til ráðuneytisins.

FA telur að ráðherra verði að beita sér fyrir því að Alþingi breyti búvörulögum á nýjan leik eða úthluti tollkvótunum án gjalda því annars sé um að ræða skýrt ásetningsbrot ráðherra gegn stjórnarskrá lýðveldisins.

Í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar

Í yfirlýsingu ráðuneytisins kemur fram að Alþingi hafi samþykkt frumvarpi til breytinga á búvörulögum og tollalögum 17. desember 2019. Þar hafi sú breyting verið gerð að mun skýrar hafi verið kveðið á um það hvernig sú fjárhæð sem tilboðsgjafar þurfa að inna af hendi vegna tollkvóta er ákveðin. „Þá kemur fram í tímabundnu bráðabirgðaákvæði því sem tók gildi sl. desember að verð tollkvóta ráðist af fjárhæð tilboða hverju sinni. Kvótanum verði fyrst úthlutað til hæstbjóðanda, svo til þess er næsthæst bauð og þannig koll af kolli uns tiltækum kvóta hafi verið úthlutað.

Í ljósi framangreinds er það mat ráðuneytisins að nú sé kveðið á um það með skýrum hætti í lögunum hvernig útboði skuli háttað og ákvæðið sé eftir breytingarnar 2019 í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar. Ekki sé því þörf á lagabreytingum til að bregðast við dómi Landsréttar,“ segir í yfirlýsingunni.

Framhald málsins og möguleg áfrýjun dóms Landsréttar er nú í höndum ríkislögmanns.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f