Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stegastein-útsýnispallurinn yfir Aurlandfirðinum í Sogni. Arkitektar: Todd Saunders / Saunders & Wilhelmsen.
Stegastein-útsýnispallurinn yfir Aurlandfirðinum í Sogni. Arkitektar: Todd Saunders / Saunders & Wilhelmsen.
Mynd / Roger Ellingsen/Statens vegvesen.
Fréttir 1. september 2017

Áningarstaðir fyrir ferðamenn vekja heimsathygli

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Fyrir rúmum 20 árum fékk norska Vegagerðin (Statens vegvesen) ábyrgðarhlutverk í að byggja upp 18 þjóðlega ferðamannavegi í landinu þar sem aðstaða og upplifun fyrir ferðamenn eru sett á oddinn.
 
Verkefnið er langt á veg komið en því lýkur árið 2023 og eru margir staðir í því orðnir að fjölförnustu ferðamannastöðum í Noregi. 
 
Þjónustumiðstöð við ferjubryggju í Ropeid í Ryfylke. Arkitektar: Jensen & Skodvin. Mynd/Vegar Moen/Statens vegvesen. 
 
Til að tryggja gæði verkefnisins var í byrjun skipað gæðaráð en einnig ráð arkitekta sem hefur það hlutverk að tryggja sjónræn gæði á útsýnis- og áningarstöðunum. Í arkitektaráðinu er einn arkitekt, einn landslagsarkitekt og myndlistarmaður og er mikið lagt upp úr því að fara nýjar leiðir á stöðunum til að hámarka upplifun þeirra sem eiga þar leið hjá.
 
Aðstaða til fuglaskoðunar við höfnina í Vadsø í Norður-Noregi. Arkitektar: biotope.no. Mynd / Fredrik Fløgstad/Statens vegvesen
 
Yfir 50 arkitektar, landslagsarkitektar, hönnuðir og listamenn, jafnt ungir sem eldri og reyndari, hafa komið að verkefnunum þar sem mikil áhersla er lögð á nýsköpun og sköpunarkraft.
 
Útkoman er ævintýraleg þar sem mörg verkefnin hafa leitt til margfaldra heimsókna fólks sem á leið um þá og nokkur þeirra hafa unnið til alþjóðlegra arkitektaverðlauna. Búið er að betrumbæta 1850 kílómetra vegakafla víðs vegar um landið þar sem hver af þeim 18 leiðum sem valdar voru til verkefnisins hafa fengið sín sérkenni.
 
Útsýnispallurinn „Útsýnið“ á Gaularfjalli. Arkitektar: code arkitektur AS. Mynd / Jarle Wæhler/Statens vegvesen
 
Þau 114 verkefni sem lokið hefur verið við eru ýmist í formi útsýnispalla, upplýsingamiðstöðva fyrir ferðamenn, salernisaðstaða, listaverk og uppsetningar á upplýsingaskiltum.
 
Útsýni við Gaularfjallið. Arkitektar: code arkitektur AS. Mynd / Per Ritzler/Statens vegvesen.
 
Öll verkefnin hafa verið í höndum norskra arkitekta fyrir utan eitt þeirra og hafa í sumum tilfellum verið stökkpallur fyrir þá til stærri verkefna. Þegar verkefnunum lýkur verður búið að verja 3,4 billjónum norskra króna til þeirra sem er stjarnfræðileg upphæð en hugmyndin og framkvæmdin er engu að síður góð og gæti verið hvatning fyrir íslensk stjórnvöld til að ráðast í viðlíka aðgerðir á helstu ferðamannastöðum hérlendis. 
 
Magnaður útsýnispallur við Tröllastigann (Trollstigen) sem er einnig aðgengilegur fyrir fólk í hjólastólum og fyrir barnavagna. Arkitektar: Reiulf Ramstad Arkitekter AS.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f