Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ánægjuleg þróun
Lesendarýni 18. janúar 2018

Ánægjuleg þróun

Höfundur: Ari Trausti Guðmundsson
Loftslags- og umhverfismál lita mjög nýjan ríkisstjórnarsamning. Á hann mun verulega reyna á þessum sviðum vegna þess hve heildarþróun veðurfars er alvarleg og afleiðingarnar þungbærar á heimsvísu.
 
Kolefnishlutlaust Ísland 2040 er bæði pólitískt og fræðilegt markmið. Það er sérlega metnaðarfullt. Um leið er það ekki geirneglt vegna þess að ársett markmið og fjármagnaðar og sérfræðilega færar leiðir eiga eftir að mótast að mestum hluta. Fyrstu skrefin verða tekin í fjárlögum fyrir 2018 og nýrri ríkisfjámálaáætlun til fimm ára.
 
Mikilvæg kolefnisbinding
 
Bindingin varðar m.a. aukna niðurdælingu koltvísýrings úr jarðhitaorkuverum en þó einkum frá orkufrekum iðnaði. Hún varðar þó einna mest uppgræðslu auðna neðan vissra hæðarmarka og viðgerðir á mikið rofnu gróðurlendi, tvö- til fjórföldun gróðursetningar í skógrækt, með birki og innfluttum trjátegundum. Hún er enn fremur háð endurheimt verulegs hluta af ónýttu en framræstu votlendi. Frumkvæði samtaka sauðfjárbænda með áætlun til sem mestrar kolefnisjöfnunar innan fimm ára er mjög þakkarvert. Slíkt metnaðarfullt verkefni á að eiga vísan stuðning hins opinbera með á því stendur, sbr. upphafsskref sem fram koma í stjórnarsamningnum. Ástæða er um leið að hvetja til öflugs framhalds stórra verkefna á borð við Bændur græða landið og vinnu skógarbænda.
 
Aukin samvinna
 
Stofna á og prófa samvinnu­vettvanginn Loftslagsráð á næstu misserum, skv. stjórnarsamningnum, og efla Loftslagssjóð sem uppsprettu góðra verka, með tekjum af svoköllum grænum gjöldum. Aukin samvinna Skógræktar, Landgræðslu, Bændasamtakanna, hagsmunafélaga og klasa annarra atvinnuvega, sveitarfélaga og samtaka áhugafólks hlýtur að vera eitt af lykilatriðum til árangurs. Sameiginleg, stutt ráðstefna þriggja fyrstnefndu aðilanna 5. desember sl., ber góðri og gleðilegri þróun vitni.
 
Grænna hagkerfi
 
Grænu gildin verða að ná djúpt inn í stefnumótun til áratuga, jafnt stjórvalda sem fulltrúa atvinnugreina. Þar stendur margt upp á sjálft hagkerfið, samgöngur og fleiri lykilþætti. Til dæmis duga ekki hagkvæmnissjónarmiðin ein eða einsýni á peningahagnað. Gróðinn, svo notað sé margþvælt hugtak, er mældur í lífsskilyrðum í fyrsta sæti en peningahagnaði í allt öðru sæti. Þríþætt sjálfbærni, bætt umhverfi og loftslagsviðmið eru löngu tímabær í hagsýslunni! Áhersla er einboðin á afmiðjun til mótvægis við samþjöppun innan atvinnuvega, á styttri flutningsleiðir og heimafengnar vörur, á öflugari byggðir utan mesta þéttbýlis, greitt samband um alnet og síma og á næga og örugga raforku. Þar koma við sögu staðbundnar og atvinnuvegabundnar landnýtingaráætlanir, auk heildarramma; allt í sæmilegri sátt. Að svo skrifuðu óska ég lesendum gæfu og gengis á nýju ári. 
 
Ari Trausti Guðmundsson,
þingmaður Vinstri hreyfingar­innar - græns framboðs.

Skylt efni: kolefnisjöfnun

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...