Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Um þetta leyti, eða kannski frá um tuttugasta júní er best að sjá kerfilinn með sín hvítu blóm.
Um þetta leyti, eða kannski frá um tuttugasta júní er best að sjá kerfilinn með sín hvítu blóm.
Lesendarýni 23. júlí 2025

Áminning um Skógarkerfil

Höfundur: Sigurður Gíslason, fyrrverandi bóndi.

Ég heiti Sigurður Gíslason hlíði helst Siggi á Steinsstöðum. Mínir þungu þankar er Skógarkerfillinn. Ég er jarða eigandi og hef verið bóndi í meira en 40 ár, en hætti búskap fyrir nokkrum árum. En er búinn að glíma við kerfil í mörg ár. Ég ætla að greina frá því strax hér í upphafi að ég er ekki neinn fræðimaður um kerfil né eyðingu hans. Ég get ekki hugsað mér þá framtíðarsýn sem þó stefnir hraðbyri í að hvar sem maður fer um landið verði það eina sem maður sér í vegarköntum verði sú miður fallega innflutta planta Skógarkerfillinn. Ég er að vona að fleiri en ég vilji ekki skipta okkar íslensku flóru út fyrir hann. En viti menn sú sýn er kannski ekki svo langt undan.

Ég brá mér í borgina á dögunum, og kerfill var mér ofarlega í hug. Nú er hann hvað mest áberandi í blóma með sín hvítu blóm. Ég er sjálfur búandi í Hörgársveit, ég vil meina að hvergi sé meiri samfelldar breiður en hér í Eyjafirði á þeim stöðum sem ég hef farið um. Akureyri Eyjafjarðarsveit og drjúgur hluti Hörgársveitar eru undirlögð af honum. Hann dreifist langmest meðfram vegum. Og er það mín bjargfasta trú að þar sé kantsláttur hvað mesta vandamálið. Hjá vegagerðinni telja menn að minnstakosti sumir að breytt verklag hafi dregið úr því, nú sé slegið fyrr en áður var gert, en því miður, það dugir ekki til. Vissulega er hann ekki með þroskað fræ fyrr en með haustinu. ( Bjarni heitin Guðleifsson náttúrufræðingur sagði mér fyrir mörgum árum að kerfill væri ekki með þroskað fræ fyrr en í september, en síðan hefur oft vorað fyrr, og það nýtir hann sér vel.) En því miður eru vegarkantar ekki svo sléttir, og þá fer sláttuvélin í jarðveg sem klessist í vélina og þar með í eldri fræ sem eru mis lengi að þeytast úr aftur. ( Sagt er að kerfil fræ geti lifað í jörðu í allt að 7 ár.)

Á ferð minni um þau sveitarfélög sem ég fór um var vandinn víða ekki ýkja mikill. Hvergi minni en í fyrrum Akrahreppi. Þar sá ég örfáa staði, en samt nokkra. En ef ekkert er að gert verður mest allt landið á fáum árum eins og Eyjafjörður. Ég vil því hvetja sveitarfélög landeigendur og áhugafólk eins og mig að bregða nú skjótt við, og ekki bara halda fundi, þó þeir séu kanski nauðsynlegir, en kerfillinn fæst ekki inn á fund. Ég hef mikla reynslu af glímu við kerfil, og veit að hann verður ekki unninn nema með ómældri þolinmæði. Því er ég reiðubúinn að ráðleggja sveitarfélögum hvernig ég tel best að vinna.

Mín tillaga er að byrja þar sem minnst er af honum. Og þar sem lengstu vegalengdirnar eru með litlum kerfli, og verja það áfram, ekki kannski með kjafti og klóm, heldur með kúbeini og skóflu. Þar er lang best að stinga hann upp með rótum. Mér hefur reynst best að nota gott KÚBEIN, einnig nota ég malarskóflu sem ég hef mjókkað nokkuð. Því er augljóst að bestur árangur næst með að ráðast á nýju plönturnar. Hugsið ykkur ef okkur Eyfirðingum og ekki síður Akureyringum hefði borið gæfa til að fara út og fjarlægja fyrstu plönturnar. Því að hjá okkur líka byrjaði allt með einu fræi. Ætli það hafi verið með kerfilin eins og sagnir herma með njólann. Að Danakonungur hafi fært okkur hann til að forða okkur frá hungursneyð.

Aftur að alvörunni. Um þetta leyti, eða kannski frá um tuttugasta júní er best að sjá hann með sín hvítu blóm. Úr þessu fer blómið að ummyndast í fræ, og þá er ekki eins auðvelt að sjá hann, og meiri líkur á að einhverjar plöntur komi sér upp fræjum. Mér er nær að halda að á vænni plöntu geti fræin skipt þúsundum. Þá er mikilvægt að þar sem fáar plöntur eru, komist ekki margar lífs af. Gott gæti svo verið ef nægur mannskapur er, að slá stóru breiðurnar eða að minnsta kosti útjaðra þeirra.

Nú ætla ég að láta hér staðar numið. En get látið þess getið að ég hef haft samband við þó nokkur sveitarfélög um þetta mál. Og hvarvetna fengið góðan hljómgrunn. Með von um skjót viðbrögð.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...