Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Birki með reklum
Birki með reklum
Mynd / Vilmundur Hansen
Fréttir 2. október 2014

Ályktun Skógræktarfélags Íslands og skógræktarfélaga á Vestfjörðum um Teigsskóg

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði.

Í umræðu um ráðgerðan veg hefur því m.a. verið haldið fram að nauðsynlegt sé að varðveita Teigsskóg. Telja verður að þetta séu haldlaus rök, notuð sem yfirvarp. Örlítið brot af Teigsskógi og skóglendi að vestanverðu í Þorskafirði fer undir veg samkvæmt nýjustu tillögu Vegagerðarinnar, innan við 1% af heildarflatarmáli skógarins. Skaðinn er því óverulegur. Við fyrirhugaðar framkvæmdir verður jafnmikill birkiskógur ræktaður innan héraðs til mótvægis við skerðingu í Teigsskógi. Birkiskóglendi á sunnanverðum Vestfjarðakjálkanum minnkar því ekki við gerð vegarins.

Á Vestfjörðum er að finna marga fallega birkiskóga. Nýr vegur um Teigsskóg mun greiða almenningi leið að Teigsskógi til að njóta hans og annarra fallegra náttúrufyrirbæra við utanverðan Þorskafjörð. Félögin benda á að engir hafa varðveitt betur sinn upprunalega birkiskóg en Barðstrendingar. Kjarr er mjög víða í sýslunni og nánast ómögulegt að leggja vegi án þess að að fara um kjarrlendi. Undanfarin tvö ár hefur Vegagerðin unnið að löngu tímabærum vegabótum vestar í sýslunni og hefur þurft að ryðja þar alls um 5 hektara birkiskógar. Til samanburðar er talið að varanleg röskun í Teigsskógi og Þorskafirði verði samtals 6,1 ha, verði farin sú veglína sem Vegagerð ríkisins kynnti nýlega.

Samkvæmt gildandi lögum er Vegagerðinni skylt að rækta nýjan birkiskóg á jafnstóru svæði og því sem skert er. Náttúrulegir birkiskógar í héraðinu eru jafnframt í mikilli útbreiðslu og vexti um þessar mundir.

Engin sérstök náttúrufræðileg rök hníga því til þess að fáeinir hektarar af birki í Teigsskógi skuli vera sá farartálmi nauðsynlegum vegabótum sem raun ber vitni. Óhóflegar og illa rökstuddar verndarkröfur mega ekki hindra að lagðir verði nútímalegir vegir um sýsluna. Með því væri að óþörfu gengið gegn búsetugæðum íbúa sem hafa verið í fararbroddi við að rækta og vernda náttúrulegt skóglendi.
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...