Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ályktun Landssambands kúabænda um fulla opnun tollkvóta á sérosti
Fréttir 31. ágúst 2016

Ályktun Landssambands kúabænda um fulla opnun tollkvóta á sérosti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn Landssambands kúabænda skorar á stjórnvöld og Alþingi að standa vörð um íslenskan landbúnað með því að tryggja að innleiðing aukins tollkvóta verði með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í samningi Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur.

Í áliti meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um búvörulög eru birtar tillögur þess eðlis að tollkvóti fyrir upprunamerktan ost frá ESB sé opnaður að fullu af Íslands hálfu strax á fyrsta ári, en ekki í skrefum á fjórum árum eins og kveðið er á um ísamningi Íslands og ESB. Hér er tekin einhliða ákvörðun án þess að nokkuð komi á móti af hálfu ESB.

Í nefndaráliti meirihluta utanríkisnefndar um samning þann segir: “…sjá [má] að ostur sker sig að nokkru úr þar sem samningurinn gerir ráð fyrir talsvert hærri kvóta en sem nemur árlegum innflutningi síðustu ár.”

Stjórn LK mótmælir þeirri breytingu meirihluta atvinnuveganefndar að aukinn tollkvótifyrir upprunamerktan ost sé opnaður að fullu áður en samningur við ESB tekur gildi og algjörlega einhliða þannig að Ísland fái ekki útflutningskvóta á móti. Með þessu er verið að auka innflutning á landbúnaðarafurðum án þess að innlendir aðilar hafi tækifæri til að flytja út vörur á móti. Í samningum við ESB var samið um gagnkvæma kvóta og því afar óeðlilegt af meirihluta atvinnuveganefndar að ákveða breytingar þannig að tollkvóti ESB sé opnaður strax en útflutningur á íslenskum vörum til ESB verði í áföngum yfir nokkurra ára tímabil. Að mati LK er ekki verið að verja íslenska hagsmuni með þessum hætti

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...