Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ályktað um afkomuvanda bænda
Fréttir 20. nóvember 2023

Ályktað um afkomuvanda bænda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Aukabúnaðarþing var haldið með fjarfundarfyrirkomulagi á þriðjudaginn. Á dagskrá voru fáein mál; meðal annars var samþykkt ályktun um afkomu­vanda bænda, þar sem áhyggjum er lýst af horfum í fæðuframleiðslu þjóðarinnar.

Þá var tillaga frá stjórn Bænda­samtaka Íslands samþykkt, um að vísa tillögu um sameiningu Búgreina­ og Búnaðarþinga frá síðasta Búnaðarþingi til umræðu á Búgreinaþingi í febrúar á næsta ári. Í greinargerð með tillögunni segir að búgreinadeildir telji sig þurfa að eiga nánara samtal við sína félagsmenn um málið áður en slík breyting geti tekið gildi.

Í ályktuninni um afkomuvandann segir: „Við verðum að tryggja sjálfsaflahlutfall í fæðuframleiðslu íslensku þjóðarinnar. Fæðuöryggi Íslands verður ekki uppfyllt með öðru en framleiðslu hér á landi án tillits til staðsetningar. Án bænda er fæðusjálfstæði þjóðar teflt í tvísýnu.“

Komi tafarlaust til móts við bráðavanda

Hún er sett fram í þremur liðum. Í fyrsta lagi er kallað eftir því að stjórnvöld komi tafarlaust til móts við bráðavanda í íslenskum landbúnaði þannig að tryggja megi afkomu og starfsskilyrði atvinnugreinarinnar. Þá er lögð áhersla á brýna þörf þess að stjórnvöld setjist að samningaborðinu þar sem staða búvörusamninga er metin og næstu skref ákveðin. Ítrekað hafi verið bent á að samkvæmt búvörulögum skuli ávallt tryggja nægilegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu, og að kjör þeirra sem landbúnað stunda skuli vera í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Hvorugt sé uppfyllt í dag.

Verklag og regluverk tolla verði yfirfarið

Loks áréttar aukabúnaðarþing mikil­ vægi þess að verklag og regluverk um tolla á Íslandi verði yfirfarið með tilliti til bæði eftirlits og gjalda. Staðfest sé að eftirlit með innfluttum landbúnaðarvörum sé verulega ábótavant, sér í lagi varðandi magn­tolla samkvæmt tollskrá.

Þá lýsti Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, því yfir í lok þinghaldsins að hann hygðist gefa kost á sér til endurkjörs á Búnaðarþingi sem haldið verður á næsta ári.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...