Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Alvarlegt afbrigði fuglaflensu greindist á vetrarstöðvum íslenskra farfugla
Fréttir 27. apríl 2017

Alvarlegt afbrigði fuglaflensu greindist á vetrarstöðvum íslenskra farfugla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Alvarlegt afbrigði fuglaflensu greindist á vetrarstöðvum íslenskra farfugla. Fuglarnir hafa nú flestir yfirgefið vetrarstöðvarnar og eru komnir til varpstöðva sinna á Íslandi.

Á heimasíðu Matvælastofnunar er minnt á að enn er í gildi aukið viðbúnaðarstig vegna hættu á að alvarlegt afbrigði af fuglaflensu geti borist frá villtum fuglum í alifugla og aðra fugla í haldi. Mast segir að greiningum á fuglaflensu í Evrópu hafi fækkað undanfarið en enn eru taldar nokkrar líkur á að það berist með farfuglum hingað til lands.
Hækkað viðbúnaðarstig

Hinn 23. mars síðastliðinn var viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu aukið með auglýsingu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis nr. 241/2017, sem kveður á um auknar smitvarnir.

Tilfellum fækkað í Evrópu

Undanfarið hefur greiningum á alvarlegu afbrigði fuglaflensu af sermisgerðinni H5N8 fækkað á meginlandi Evrópu og á Bretlandseyjum. Fækkunin er að hluta skýrð með því að í Evrópu er komið vor og í hærra hitastigi minnkar fjöldi virkra fuglaflensuveira hraðar en þegar kalt er.

Alvarlegt afbrigði fuglaflensu greindist á vetrarstöðvum íslensku farfuglanna, sem þeir hafa nú flestir yfirgefið og eru komnir til landsins.

Starfshópur, sem skipaður er sérfræðingum Matvælastofnunar, Háskóla Íslands, Tilraunastöðvar HÍ að Keldum og sóttvarnarlæknis, telur að enn sé ekki útilokað að fuglarnir hafi borið veiruna til landsins. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...