Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Í úttektinni er einnig bent á mikið ósamræmi milli forsenda og ráðlegginga um eggjaneyslu.
Í úttektinni er einnig bent á mikið ósamræmi milli forsenda og ráðlegginga um eggjaneyslu.
Mynd / Melini Sosa
Utan úr heimi 14. nóvember 2023

Alvarlegir annmarkar á næringarráðleggingum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Óháð úttekt gagnrýnir aðferðarfræði og ályktanir um neyslu á rauðu kjöti og eggjum.

Þó nokkrir annmarkar eru á nýjum norrænum næringarráðleggingum (NNR) er kemur að neyslu á rauðu kjöti og eggjum. Misræmi gætir í ályktunum skýrslunnar miðað við þau gögn sem ráðleggingarnar byggja á.

Það kemur fram í niðurstöðum óháðrar úttektar sem bandaríska greiningarfyrirtækið EpiX Analytics framkvæmdi á nýjum norrænum næringarráðleggingum sem gefnar voru út í júní sl. Niðurstöður greiningarinnar lýsa aðferðafræði- legum göllum í vinnslu skýrslunnar, skorti á gagnsæi á aðferðafræði og forsendum ráðlegginganna. Þá er bent á ósamræmi milli forsenda og ráðlegginga.

Í úttektinni kemur fram að þau gögn sem ráðleggingarnar byggja á um heilsufarsáhrif neyslu á rauðu kjöti bendi ekki skýrt á 350 gramma hámarksneyslu á viku. Nýlegri rannsóknir styðji frekar mikilvægt hlutverk óunnins rauðs kjöts í hollu mataræði. Benda greinendur EpiX Analytics á að ráðleggingarnar hefðu allt eins getað verið 500 grömm á viku eða hærri.

Í úttektinni er einnig bent á mikið ósamræmi milli forsenda og ráðlegginga um eggjaneyslu. Forsendurnar sem sagt er frá í skýrslunni segi að hófleg neysla eggja væri hluti af heilbrigðu og umhverfisvænu mataræði en ráðleggingarnar sjálfar séu settar fram með öðru orðalagi. Mælt sé með 0–1 eggi á dag. Þrátt fyrir það segir í skýrslunni að takmarkaðar sannanir séu fyrir neikvæðum áhrifum neyslu á fleiri en einu eggi á dag.

Þá bendir úttektin á að allar vísindalegar niðurstöður séu háðar óvissu. Ekki sé hægt að setja fram vísindarannsóknir sem sannleika og til að forðast að ofmeta heilsufarsáhrif á neyslu ákveðinna fæðutegunda sé nauðsynlegt að gera grein fyrir óvissuþáttum. Úttektin segir að norræna næringarráðgjöfin geri ekki nógu mikið úr óvissuþáttum. Nefnt er sem dæmi að þær vísindarannsóknir sem hafi farið fram um neyslu á rauðu kjöti einkennist af skekkjum og töluverðri óvissu og erfitt geti verið að draga sterkar ályktanir út frá þeim.

Úttektin var gerð að beiðni MatPrat – markaðsstofu um kjöt og egg í Noregi, sem á þó ekki að hafa haft áhrif á vinnu greiningarfyrirtækisins. Í aðdraganda útgáfu nýrra norrænna næringarráðlegginga gagnrýndu norrænu bændasamtökin skort á vísindalegri aðferðafræði og gagnsæi við vinnslu ráðlegginganna.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f