Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá fundi loðdýrabænda á búgreinaþingi.
Frá fundi loðdýrabænda á búgreinaþingi.
Mynd / VH
Af vettvangi Bændasamtakana 17. mars 2023

Alvarlega farið að þrengja að

Höfundur: Vilmundur Hansen

Staða loðdýrabænda er tæp að sögn formanns búgreinadeildar loðdýra vegna slæmrar afkomu í greininni í mörg ár og lítil von um að þeir geti haldið starfsemi sinni áfram ef ekkert breytist fljótlega.

Átta loðdýrabú eru starfandi á landinu í dag og Einar E. Einarsson var endurkjörinn formaður búgreinadeildar loðdýra hjá Bændasamtökum Íslands. Þorbjörn Sigurðsson sagði sig úr stjórninni og Hjalti Logason var kosinn í hans stað.

„Eins og staðan er í dag er alvarlega farið að þrengja að okkur loðdýrabændum og takmörk fyrir því hvað við getum haldið áfram við óbreytta stöðu og lágt verð.“ Einar segir að einna hæst hafi borið á fundi þeirra á búgreinaþingi erindi tveggja danskra gesta. „Annar var formaður Dansk mink, nýrra samtaka loðdýrabænda í Danmörku, og hinn fulltrúi frá Saga furs. Þau fóru yfir stöðuna á markaðnum, framleiðsluna í heiminum og hvað er að gerast í samskiptum við stjórnvöld í Danmörku og enduruppbyggingu á greininni þar.

Að þeirra sögn hafa þrjú bú hafið eldi á minkum sem fluttir voru inn frá Spáni. Umfangið er ekki mikið, eða um fimm þúsund læður. Að sögn þeirra er enn þá áhugi á að kaupa loðdýr héðan en ekkert í hendi með það eins og er. Sjálfur tel ég að þegar öllu er á botninn hvolft og skinnasalan kemst í lag og verðið verður um og í kringum kostnaðarverð framleiðslunnar þá komist líf aftur í bransann og eitthvað jákvætt farið að gerast.“

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f