Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Farskóla safnmanna 2022.
Farskóla safnmanna 2022.
Mynd / Hörður Geirsson
Menning 24. maí 2023

Alþjóðlegi safnadagurinn

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Alþjóðlegi safnadagurinn er vel þekktur, en tæplega 40 þúsund söfn víðs vegar um heiminn halda hann hátíðlegan ár hvert.

Þennan dag fylgja söfnin þema er Alþjóðlega Safnaráðið (ICOM - International Council of Museums) boðar ár hvert. Nú í ár er þemað „Museums, Sustainability and Well-being“ – eða Söfn, sjálfbærni og vellíðan, og endurspeglar hversu mikilvægt hlutverk safna er, þegar kemur að málefnum sem varða sjálfbæra þróun og vellíðan fólks.

Eru forsvarsmenn safna í einstakri stöðu til þess að koma jákvæðum breytingum til leiðar, auka almenna þekkingu og vinna gegn fordómum – t.a.m. með miðlun, rannsóknum og fræðslu, sem allt eru mikilvægir þættir í starfi safna.

Sjálfbærni og umhverfismál hafa gjarnan verið Íslendingum ofarlega í huga og hafa fjölmörg söfn hérlendis fjallað um slík málefni gegnum tíðina, staðið fyrir sýningum, rannsóknum og fræðslu, sem tengjast sjálfbærni og hvernig má taka umhverfisvæn skref í nærsamfélaginu.

Eins og gestir vita er aragrúi af sýningum og fræðslu á söfnum sem eru ætluð til uppljómunar jafnt sem skemmtunar. Í mörgum tilfellum er fjallað um fortíðina þar sem viðfangsefni samtímans og jafnvel framtíðar eru oft sett í samhengi – þá ekki síst er kemur að sjálfbærni fyrri ára sem við í dag gætum tekið upp og tileinkað okkur.

Þá hafa mörg söfn staðið fyrir viðburðum fyrir fjölbreytta hópa fólks, sem er mikilvægt til að vinna gegn félagslegri einangrun og bæta andlega heilsu.

Safnadagurinn á Íslandi er haldinn af Íslandsdeild ICOM og FÍSOS (Félagi íslenskra safna og safnmanna).

Við hvetjum ykkur eindregið til að halda upp á daginn með því að heimsækja safn!

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...