Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bert Cregg frá ríkisháskólanum í Michigan ræðir um áhrif tiltekinnar efnameðferðar á köngla- og sprotavöxt jólatrjáa.
Bert Cregg frá ríkisháskólanum í Michigan ræðir um áhrif tiltekinnar efnameðferðar á köngla- og sprotavöxt jólatrjáa.
Mynd / Pétur Halldórsson
Fréttir 5. september 2017

Alþjóðleg ráðstefna um jólatrjáarækt á Svalbarðsströnd

Höfundur: Pétur Halldórsson

Hafin er fræðileg alþjóðleg ráðstefna um jólatrjáarækt á Hótel Natur Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Þar eru samankomnir margir af helstu vísindamönnum á sviði jólatrjáarannsókna í heiminum og ræða um ræktunaraðferðir, kynbætur, sjúkdóma, meindýr og fleira. Ráðstefnan stendur fram á föstudag.

Ráðstefna þessi er haldin á tveggja ára fresti undir hatti IUFRO, alþjóðasamtaka rannsóknastofnana í skógvísindum. Hún hefur hingað til verið haldin til skiptis í Norður-Ameríku og Evrópu en fer nú fram á Íslandi í fyrsta sinn. Þátttakendur eru á fjórða tug talsins frá Bandaríkjunum, Kanada, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Austurríki, Suður-Kóreu og Ástralíu. Gestgjafi ráðstefnunnar að þessu sinni er Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá.

Dagskrá ráðstefnunnar er kaflaskipt. Fyrsta daginn er fjallað um vaxtar- og ræktunarskilyrði en einnig markaðsmál. Síðdegis verða skógarbændurnir í Reykhúsum í Eyjafirði heimsóttir og farið í Kjarnaskóg og gróðrarstöðina Sólskóga. Á morgun er sjónum beint að heilsu trjátegunda sem notaðar eru í jólatrjáaframleiðslu, m.a. sjúkdóma og meindýr.  Á miðvikudag verður haldið á Hólasand þar sem ráðstefnugestir fá að kynnast uppgræðslu- og skógræktarstarfi á örfoka landi en einnig verður litast um í Mývatnssveit. Á fimmtudag verður hugað að meðferð jólatrjáa eftir að þau eru felld, barrheldni og fleira, og því næst um erfðir og kynbætur jólatrjáa. Skoðunarferð á fimmtudag verður í Vaglaskóg þar sem fjallað verður um kynbætur á fjallaþin til jólatrjáaframleiðslu og ræktun lerkiblendingsins 'Hryms' til skógræktar.

Sem fyrr er getið eru á ráðstefnunni samankomnir margir af helstu vísindamönnum á þessu sviði í heiminum en einnig fulltrúar framleiðenda, t.d. ungur Ástrali sem er að hefja jólatrjáaframleiðslu í Ástralíu og Suður-Kóreumaður sem segir frá því hvernig spurn eftir jólatrjám eykst í heimalandi hans. Þarna er því statt fólk sem getur sagt undan og ofan af straumum og stefnum í jólatrjáarækt vítt og breitt um heiminn.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f